Morgunblaðið - 03.04.1986, Page 71

Morgunblaðið - 03.04.1986, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1986 71 • Torbjörn Nilson skorar fyrra mark sítt í gœrkvöldi. Símamynd/AP Gautaborg vann Barcelona óvænt Uerdingen í úrslit? LÁRUS Guðmundsson og Atli Eðvaldsson eiga ágœta mögu- leika á að komast í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, eftir að Bayer Uerdingen tapaði aðeins 1:0 fyrir Atletico Madrid á útivelli í gœrkvöldi. Julio Prieto skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Inter vann Real Madrid MARCO Tardelli skoraði tvö mörk fyrir Inter Milan í 3:1-sigri liðsins á Real Madrid f UEFA-keppninni f Mflanó f gœrkvöldi. Jorge Vald- ano skoraði fyrir Real, en þriðja mark Inter var sjálfsmark. 80.000 áhorfendur sáu leikinn. Stórsigur hja Koln LIÐ GAUTABORGAR kom geysi- lega á óvart f gœrkvöldi með 3:0 sigri á Barcelona f Evrópukeppni meistaraliða f Gautaborg. Með þessum sigri eru yfirgnœfandi Ifk- ur á að Gautaborg leiki til úrslfta um Evrópubikarinn þann 7. maf f Sevilla á Spáni. Gamla kempan Torbjörn Nilson lék stórt hlutverk í sigri Gautaborg- ar, hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, og kom hinu leikreynda sænska liði á bragðið. Fyrra mark- ið kom eftir 23 mínútur — þrumu- skot af stuttu færi — og hið síðara skoraði hann einnig af stuttu færi eftir að hafa snúið af sér Migueli, varnarmann Barcelona. Johnny Ekström lagði bæði mörkin upp. Það var svo miðjuleikmaðurinn eitilharði, Tommy Holmgren, sem gerði endanlega út um leikinn á Naumur sigur hjá Anderlecht ANDERLECHT vann nauman sig- ur á Steaua Búkarest f undanúr- slitum Evrópubikarkeppni meist- araliða f Brussel í Belgfu. Enzo Scifo skoraði eina mark ieiksins þegar 14 mfnútur voru til leiks- loka. Lið Anderlecht átti ekki einn af sínum góðu dögum, og á erfiða ferð fyrir höndum til Búkarest 16. apríl þar sem síðari leikurinn verð- ur leikinn. Rúmensku leikmennirnir vörðust mjög skipulega og sóknar- leikur Anderlecht olli vonbrigðum. Staðan í hálfleik var 0:0. Ekkert markvert gerðist síðan fyrr en Scifo skoraði markið. And- erlecht fékk hornspyrnu, boltinn var gefinn stutt til Scifo sem reyndi markskot. Hann hitti knöttinn illa, en gat potað honum til Vande- reycken, sem sendi hann strax til baka til Scifo. Varnarmenn Steaua komu hlaupandi frá marki sínu og hugðust feila Scifo á rangstöðu, en línuvörðurinn hélt flagginu niðri, og hann vippaði knettinum snyrti- lega yfir Ducadam í marki Rúmen- anna. EM íbadminton: ísland vann 3. deildina ÍSLENSKA landsliðið f badminton var aðeins hársbreidd frá þvf að komast upp úr þriðju deildinni á Evrópumótinu f badminton f Svf- þjóð í gærkvöldi er liðið tapaði naumlega fyrir þvf frska f aukaleik um sæti f annarri deild. íslenska liðið náði sínum besta árangri til þessa á þessu móti þvf fyrir tveimur árum varð liðið f öðru sœti 3. deildar en að þessu sinni unnu þau deildina en komust þó ekki í2. deild. Eins og við skýrðum frá í gær varð ísland efst í sínum riðli. Liðið lók síðan í gærmorgun við efsta liðið úr hinum riðlinum, Tékkó- slóvakíu, og vann þann leik með þremur vinningum gegn tveimur. Þar með hafði liöið unnið þriðju deiidina og rétt til að leika við neðsta liðið úr 2. deild um sæti í 2. deild. Því miður tapaðist sá leik- ur með tveimur vinningum gegn þremur og því leikur liðið aftur í 3. deild. í leiknum gegn írum í gær vann Guðmundur í einliðaleik karla, Kristín Berglind tapaði í einliðaleik kvenna og Þórdís og Elísabet töpuðu tvíliðaleik kvenna en í tví- liðaleik karla unnu þeir Árni og Broddi þannig að staðan var jöfn, 2:2, og oddaleikurinn því leikur Árna og Elísabetar í tvenndarleik. Viðureignin var geysispennandi og skemmtileg en írska parið hafði betur og þeir verða því áfram í 2. deild. f tvíliðaleik karla töpuðu Árni og Broddi sínum fyrsta leik í gær gegn Skotum og eru þar með úr keppni. Þórdís og Elísabet þurftu ekki að leika í tvíliðaleik kvenna því leikur- inn var gefinn og mæta þær dönsk- um stúlkum í næstu umferð sem verður á morgun. 59. mínútu með góðu marki, enn eftir undirbúing besta manns vall- arins, Tommy Ekström. Leikmenn Barcelona höfðu hætt sér of fram- arlega, og freistuðu þess að skora að minnsta kosti eitt mark á úti- velli. En það tókst ekki, og mögu- leikar Barcelona á Evrópumeist- aratitlinum eru nú hverfandi. Gautaborgariiðið leikur afar ár- angursríka knattspyrnu og leik- menn þess eru flestir með mikla ieikreynslu. Liðið réði lofum og lögum á miðju vallarins í leiknum gegn Barcelona og hefði getað unnið enn stærri sigur. Til dæmis átti Nilson skot af stuttu færi beint í markvörð Barcelona og annað í stöngina. Barceiona átti aftur á móti ekki eitt einasta færi fyrr en undir lok leiksins. Talsverð meðsli hrjá liðið um þessar mundir, og sérstaklega var sóknin bitlaus án Skotans Steve Archibald. Áhorfendur á Ullevi-leikvangin- um í Gautaborg voru 43.103. KÖLN vann yfirburðasigur í fyrri leik liðsins gegn Waregem frá Belgíu f UEFA-bikarnum f Köln f gærkvöldi. Klaus Allofs 2, Lehnhoff og Geilenkirchen skoruðu mörkin í 4:0-sigri liðsins, sem átti sinn besta leik í marga mánuöi. 45.000 áhorfendur sáu leikinn. Öruggur sigur Kiev OLEG Blokhin skoraði tvö mörk og Zavarov e'rtt í afar sannfærandi sigri Dynamo Kiev á Dukla Prag f Evrópukeppni bikarhafa að við- stöddum eitt hundrað þúsund áhorfendum í Kiev í gærkvöldi. Öll mörkin voru skoruð f fyrri hálfleik. Leiknum var sjónvarpað beint um öll Sovótríkin. • Karl Þráinsson skorar gegn Val í gærkvöldi. Morgunbiafiið/Júifus Víkingur áfram VÍKINGUR sigraði Val auðveld- lega f 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ f Laugardalshöllinni f gœr- kvöldi, með 24 mörkum gegn 19. Víkingur hafði 5 mörk yfir í hálf- leik, 12:7, og gátu leyft sér þann munað að senda varamenn sína inná þegar langt var liðið á leikinn. Þá var staðan 23:16. Óvæntustu úrslit umferðarinnar urðu á Akranesi, þar sem lið ÍA vann KR eftir framlengdan, mjög fjörugan leik, 31:30. Þá vann Ár- mann Fram í Laugardalshöllinni með 28 mörkum gegn 23, eftir að hafa verið yfir 13:11 í hálfleik. í íþróttahúsi Seljaskóla léku Fylkir og UBK og sigraði UBK örugglega með 33 mörkum gegn 22. Rexnord /////ffffff leguhús FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ÖRKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.