Morgunblaðið - 03.04.1986, Page 72

Morgunblaðið - 03.04.1986, Page 72
JWEÐA NOTUNUM. © Mnaöatanjunn FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1986 VEM) í LAUSASÖLU 40 KR. mmmmmmmmmmmmmmmmmm^mma^mmmm Seðlabankinn: Strangt aðhald á útlánum SEÐLABANKINN ætlar að beita sér fyrir því að inniánsstofnanir hafl strangt aðhald á útlánum, þannig að þau aukist ekki meira en um 10%. Þannig hefur bank- inn samið útlánaáætlun fyrir hveija stofnun, er hann óskar eftir að farið verði eftir. Verði útlán mun hærri en áætlun gerir ráð fyrir, ætlar Seðiahanltinn að hóta lokun á viðskiptareikningi viðkomandi stofnunar. Eiríkur Guðnason hagfræðingur Seðlabankans sagði ( gær að yfir- dráttur viðskiptabanka og spari- sjóða hjá Seðlabanka verði ekki leyfður, en ef um tímabundna erfið- leika er að ræða verður samið um víxillán, gegn ströngu aðhaldi. Það er því stefnt að því að útlán aukist ekki meira en hækkun vísi- tölu og er þá litið til lánskjaravísi- tölunnar. Þeir bankamenn sem rætt var við f gær eru allir sammála um að ná þessu marki. Auki bankar útlán umfram þetta mark verður að sögn Eiríks erfiðara að ná fram markmiðum um þróun verðlags og jöfnuð í viðskiptum við útlönd, sem nýgerðir kjarasamningar byggja á. Jafnframt því sem hamlað verður gegn yfirdrætti ætlar Seðlabankinn að þrengja möguleika bankanna til þess að (jármagna útlán með er- lendum lánum, en strangar reglur voru settar um lán síðari hluta árs- ins 1984. Sjá einnig bls. B-l. HALLGRÍMUR Sch. H&Ilgrfmsson og kona hans Halla Sigmarsdóttir standa ofan á öðrum af tveim- ur niðurgröfnum hitaveitustokkum sem liggja samsíða Hitaveituveginum. Hús þeirra er ( baksýn sem þau hafa kynt með olíu í 24 ár. Hitaveita hefur aldrei fengist í hverfið, en nú er rafhitun í augsýn. Hinn háaldraði prófessor í hverfinu, hundurinn Napoeleon, lætur sig hitaveituleysið litlu skipta, en horfir hins vegar spurulum augum á tilburði Ragnars Axelssonar Ijósmyndara. Rafhitun við Hita- veituveg „JÆJA, svo þeir hafa samþykkt rafmagnið. Það var gleðilegt. Þá er hægt að kveðja olíukynd- inguna, sem við höfum búið við í 24 ár. Hitaveitu fáum við víst aldrei,“ brást Hallgrímur Scheving Hallgrimsson við upphringingu blaðamanns, sem átti það erindi við hann að spyrjast fyrir um það hvers vegna hann hefði sótt um leyfi til rafhitunar húss sins við Hita- veituveg 6 í Smálöndunum. Hann óskaði síðast eftir Ieyfinu 17. mars sl. og hefur borgarráð nú mælt með erindinu. „Ekki veit ég af hveiju þessi gata heitir Hitaveituvegur — hún ætti fremur að heita Olíuvegur, því hér hefur ekki fengist hita- veita, þrátt fyrir fögur loforð. En ætli nafnið sé ekki til komið af því að hér liggja hitaveitustokkar nánast við húsgaflinn hjá manni," sagði Halla Sigmarsdóttir kona Hallgríms. Hallgrímur sagði að borgarráð hefði samþykkt fyrir nokkrum árum að leggja hitaveitu í húsin í Smálöndunum, „en þeir guggn- uðu á því vegna kostnaðarins og báru það við að þetta væri óskipu- lagt land,“ sagði hann. „Þegar ljóst var að hitaveitan kæmi ekki ákvað ég að sækja um leyfi til rafhitunar og hef gert það nokkr- um sinnum á undanfömum árum en fengið neitun. Ég er því mjög glaður að þetta skuli loksins komið í gegn, því það kostar okkur hjónin 5.000 krónur á mánuði að kynda húsið með olíu,“ sagði Hallgrímur Sch. Hallgrímsson. Samninga- viðræður um framkvæmdir í Helguvík SENDINEFND frá bandaríska hemum er nú komin hingað til lands til samningaviðræðna við íslenska aðalverktaka um framkvæmdir í Helguvík. Nefndin var hér á landi fyrir nokkmm vikum, en hlé var þá gert á viðræðunum meðan verið var að kanna nánar ýmsa þætti varðandi verksamningana. Viðræð- um verður haldið áfram nú næstu daga. Gúrkurnar lækka um 30% ÍSLENSKU gúrkurnar hafa ver- ið lækkaðar um 30% vegna mikils 7 framboðs eftir páskasólina. Sölu- félag garðyrkjnmanna lækkaði heildsöluverðið úr 165 krónum í 115 hvert ldló en það samsvarar lækkun útsöluverðs úr 200—220 krónum í 140—150 krónur. Níels Marteinsson sölustjóri hjá Sölufélaginu sagði ( gær að þessa ^adagana bæríst mikið að af gúrkum, enda uppskeran mikil eftir sól og snjóbirtu undanfama daga. Fyrsta verð á (slensku grænmeti miðast oft við verð á innfluttu grænmeti sem þá er að fara af markaðnum og lækkar svo þegar meira berst að. Það hefur gerst með gúrkumar nú og má búast við að þær lækki enn meira í sumar, en það ræðst þó af framboði og eftirspum í vor og sumar. Upptaka gengis- munar ólögmæt — lagaákvæði frá árinu 1983 talin brjóta í bága við stj órnarskrána FALLINN er í Borgardómi Reykjavíkur dómur þess efnis, að upptaka 10% gengismunar árið 1983 af útflutningi tiltek- inna sjávarafurða brjóti i bága við síjómarskrána. Fyrirtækið Útver á Bakkafirði stefndi sjáv- arútvegsráðherra og fjármála- ráðherra vegna meintrar ólög- legrar upptöku þessa gengis- munar af afurðum í eigu þess. Var stefndu gert að endurgreiða gengismuninn, sem tekinn var af fyrirtækinu auk vaxta og málskostnaðar. Gengi íslenzku krónunnar var fellt um 14,6% 27. maí 1983. Sama dag vom sett bráðabirgðalög um ráðstafanir í sjávarútvegi og sam- þykkt síðar á Alþingi. Þar segir meðal annars að þegar skilað sé gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurð- ir, ffamleiddum fyrir 1. júni, skuli draga frá 10% gengismun. Ríkis- stjómin kveði nánar á um til hvaða afiirða ákvæði þetta taki og fé, sem inn á sérstakan reikning komi með þessum hætti skuli ráðstafað af rfk- isstjóminni í þágu sjávarútvegsins og sjóða hans. Eftirtaldar sjávaraf- urðir voru undanþegnar gjaldtök- unni: Lagmeti, hvalafurðir, grá- sleppuhrogn, humarafurðir, með- ala- og fóðurlýsi, þurrkaður salt- fiskur og söltuð ufsafiök. Dómsniðurstaða byggðist á því, að fallizt var á röksemdir stefnanda, sem varða óheimilt framsal löggjaf- ans á skattlagningarvaldi s(nu. Sjá nánar á bls. 4 „Stjórnvöld dæmd til endur- greiðslu gengismunar". SVR hefja akstur á tveimur nýjum leiðum STRÆTISVAGNAR Reykjavík- ur hefja akstur á tveimur nýjum leiðum nk. mánudag, Leið 15b, sem ekur milli Hlemmtorgs og Grafarvogs, og Leið 100, sem verður hraðferð milli Lækjar- torgs og efra Seláss. Báðar verða á klukkustundar fresti, fimm daga vikunnar, frá 7.00 til 19.00. Að sögn Sveins Bjömssonar forstjóra Strætisvagna Reylq'avík- ur er Leið 15b ætlað að auka þjón- ustuna við íbúa Grafarvogsins, en þar er nú aðeins ekin ein ferð á klukkustund, en verða tvær núna. Ennfremur mun vagninn þjóna hinu ört vaxandi iðnaðarhverfi í Borgarmýrinni. Leið 100 kemurtil með að ganga styrstu leið milli Seláss og Lælq- artorgs og aka að öllu jöfnu í gegnum Artúnsholtið. Þó mun Leið 100 aka fyrstu tvær ferðir dagsins um Borgarmýrina til að auðvelda fólki að komast til vinnu að morgni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.