Morgunblaðið - 01.10.2006, Page 2

Morgunblaðið - 01.10.2006, Page 2
2 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Menning 60/67 Staksteinar 8 Sjónspegill 61 Veður 8 Af listum 62 Hugsað upphátt 36 Myndasögur 66 Forystugrein 38 Krossgáta 68 Reykjavíkurbréf 38 Dagbók 69/73 Umræðan 40/52 Víkverji 72 Bréf 50 Velvakandi 72 Hugvekja 53 Staður og stund 70 Auðlesið efni 54 Bíó 70/73 Minningar 55/57 Sjónvarp 74 * * * Innlent  Lengra fæðingarorlof beggja foreldra er betri leið til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistar, en heimagreiðslur til for- eldra að loknu fæðingarorlofi. Þetta er mat Guðnýjar Bjarkar Eydal, dósents í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Telur hún að heima- greiðslur geti hins vegar átt rétt á sér sem skammtímalausn meðan unnið er að varanlegum lausnum. » 18  Vatnsmengun á herstöðvar- svæðinu í Keflavík er ekki á ábyrgð Bandaríkjamanna, en bandarísk stjórnvöld voru firrt ábyrgð í samn- ingi við íslensk stjórnvöld frá árinu 1989 gegn því að þeir kostuðu nýja vatnsveitu fyrir Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Geir H. Haarde for- sætisráðherra segir að samning- urinn hafi þýtt að stjórnvöld hafi ekki getað gert kröfur á þessu sviði núna. » 6  Landspítala – háskólasjúkra- húsi hefur verið færð gjöf frá Odd- fellowreglu Íslands til uppbygg- ingar á líknardeild spítalans í Kópavogi. Oddfellowreglan mun sjá um framkvæmd á endurbyggingu dagdeildar í tengslum við líkn- ardeildina, en um er að ræða 300– 350 fm húsnæði og er áætlaður verktakakostnaður vel yfir 40 millj- ónum króna. » 76  Alls lögðust 74 skemmti- ferðaskip að bryggju í Reykjavík í sumar, en síðasta skipið kom til hafnar í gærmorgun. Um borð í því voru um 2.000 ferðamenn, en sam- kvæmt upplýsingum Faxaflóahafna má ætla að skemmtiferðaskip hafi flutt alls um 55 þúsund erlendra ferðamanna. » 1 Erlent  Segolene Royal staðfesti í fyrra- kvöld að hún gæfi kost á sér sem forsetaefni franska Sósíalistaflokks- ins. Kosið verður í apríl á næsta ári en flokkurinn velur frambjóðanda sinn í nóvember. » 1  Tólf manns biðu bana og meira en 40 manns særðust þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp ná- lægt skrifstofum innanríkisráðu- neytisins í Kabúl í Afganistan í gærmorgun. Voru særðir fluttir á sex sjúkrahús í borginni. » 1  Flak þotu með 155 manns fannst í Mato Grosso í Brasilíu í gær. Vélin hvarf af ratsjá yfir Ama- zon-svæðinu í norðurhluta Brasilíu í fyrrakvöld. Um var að ræða vél af gerðinni Bo- eing 737-8000 en hún tilheyrði lág- fargjaldaflugfélaginu GOL. Vélin var á leið frá Manaus til Ríó de Ja- neiró en til stóð að millilenda í borginni Brasilíu. Nokkru eftir flugtak var tilkynnt að hún hefði horfið af ratsjá. » 1 UNGT Samfylkingarfólk í Reykjavík kynnti á föstudag til- lögur flokksins um að lækka mat- vælaverð með sýnilegum hætti í Kringlunni. Notast var við kerru með matvælum sem í dag kosta um 12 þúsund krónur, en gætu kostað um 8 þúsund krónur verði tillögurnar að veruleika. Í tillög- unum felst m.a. niðurfelling vöru- gjalda og innflutningstolla á mat- væli, og helmingslækkun á virðisaukaskatti á matvörur. Kjartan Due Nielsen, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, segir að almenningur hafi al- mennt tekið vel í tillögur Sam- fylkingarinnar. „Fólk var mjög ánægt með þessar tillögur og líst eðlilega vel á það að inn- kaupakarfan verði ódýrari, það hefur auðvitað bein áhrif á budd- una hjá fólki.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Mismunur Matvælaverð hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Kynntu ódýrari matvæla- innkaup Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MILLILANDAFLUG um Reykja- víkurflugvöll jókst um 13% frá árinu 2000 til ársins 2005 en á sama tíma- bili fjölgaði farþegum með milli- landaflugi um völlinn umtalsvert minna eða um 4%. Umferð stórra flugvéla meira en tvöfaldaðist frá 2000 til 2005. Árið 2000 lentu 198 flugvélar sem vega meira en 64 tonn, þ.e. stórar farþega- og flutningavélar, á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn Ís- lands. Þeim fækkaði mikið á árunum 2001–2002 en fjölgaði síðan aftur ár- ið 2003 og árið 2005 hafði umferðin meira en tvöfaldast en það ár lentu 411 slíkar vélar á Reykjavíkurflug- velli. Flugvélar sem vega meira en 64 tonn eru sambærilegar þotum sem t.d. Icelandair og Iceland Ex- press nota í millilandaflugi til og frá landinu. Í ritinu Flugtölum, sem gefið er út af Flugmálastjórn, er m.a. yfirlit yfir fjölda millilandafarþega um íslenska áætlunarflugvelli. Tölur um farþega- fjölda miða bæði við komu- og brott- fararfarþega, þ.e. hver farþegi er tví- talinn, a.m.k. ef miðað er við að þeir sem koma um Reykjavíkurflugvöll fari þaðan aftur. Samkvæmt þessum forsendum komu rúmlega 13.500 millilandafarþegar til Reykjavíkur- flugvallar árið 2000. Fimm árum síð- ar hafði þeim fjölgað í 14.000 eða um 4%. Fjölgun farþega um Keflavíkur- flugvöll hefur verið mun meiri sem veldur því að heildarhlutur Reykja- víkurflugvallar hefur minnkað þegar litið er til farþegafjölda; árið 2000 fóru 1,7% millilandafarþega um Reykjavíkurflugvöll en árið 2005 var það hlutfall komið niður í 1,4%. Flugvélum fjölgar um 250 Önnur mynd blasir við þegar litið er til umferðar millilandaflugvéla um Reykjavíkurflugvöll því hún hefur aukist sem hlutfall af millilandaum- ferð um Ísland. Í Flugtölum miðast tölur við flug- hreyfingar, þ.e. lendingar og flugtök. Um það bil 1.900 millilandaflugvélar lentu á Reykjavíkurflugvelli árið 2000. Millilandaumferð um flugvöll- inn dróst saman á árunum 2001– 2002 en jókst síðan aftur og árið 2005 lentu þar 2.150 millilandaflugvélar, um 13% fleiri. Umferð millilandaflugvéla um Reykjavíkurflugvöll, sem hlutfall af heildarumferð, jókst úr 13,9% árið 2000 í 15,2% árið 2005. Fleiri stórar vélar um Reykjavíkurflugvöll Morgunblaðið/RAX Fleiri vélar Millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll jókst um 13% frá árinu 2000 til 2005. Í HNOTSKURN » Flughreyfingar á Reykja-víkurflugvelli, þ.e. lend- ingar og flugtök, voru um 98.500 árið 2000 en hefur fækkað síðan og voru um 85.300 árið 2005. » Árið 2000 fóru tæplega416.000 farþegar um Reykjavíkurflugvöll vegna innanlandsflugs. Hver farþegi er tvítalinn, þ.e. bæði við brottför og komu. SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akureyri um kl. 4.30 aðfaranótt laugardags þar sem karlmaður á þrítugsaldri hafði hót- að að svipta sig lífi með haglabyssu í heimahúsi í miðbænum. Allt til- tækt lið lögreglu var sent á vett- vang, sem og vopnaðir sérsveit- armenn, en maðurinn reyndist óvopnaður og hótunin tengdist heimiliserjum. Á meðan lögreglumenn voru fastir í útkalli vegna sjálfsvígshót- unarinnar var kveikt í þremur ruslagámum í miðbæ Akureyrar. Að sögn varðstjóra var fyrst til- kynnt um eld í stálgámi við Kaffi Amor nálægt Ráðhústorgi. Vel gekk að slökkva í gámnum, en skömmu síðar barst tilkynning um eld í öðrum gámi, við Kaffi Ak- ureyri, en starfsfólk náði að slökkva eldinn. Að lokum var kveikt í plastgámi fyrir utan mat- sölustaðinn Pengs, austan við Kaffi Akureyri, og brann hann til kaldra kola þrátt fyrir að slökkviliðið væri statt í miðbænum og stutt að fara. Sérsveitin kölluð út vegna hótunar TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags, nokkur fjöldi fólks í miðbænum og talsverð ölvun. Lög- reglan hafði m.a. afskipti af 16 ára pilti í vesturborginni sem hljóp um á nærbuxunum einum klæða. Hann var í hópi ungmenna og að sögn lögreglu gat hann ekki gefið skyn- samlega skýringu á hátterni sínu. Haft var samband við foreldra piltsins og honum gert að klæða sig. Lögreglan var einnig send að Sundlaug Vesturbæjar þar sem þrjú ungmenni höfðu klifrað yfir girðingu og skellt sér í heita pott- inn. Þeim var vísað úr lauginni. Átak vegna ölvunaraksturs var um miðnætti á Sæbrautinni, og voru alls um 300 bílar stöðvaðir. Tveir ökumenn sem stöðvaðir voru eru grunaðir um ölvun við akstur. Hljóp um á nærbuxunum einum klæða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.