Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 15
ÍAV eru stoltir af útkomunni og óska íbúunum til hamingju með verðlaunin og falleg hús og glæsilega lóð. Til hamingju! Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is H V ÍT A H ÚS IÐ / S ÍA Herjólfsgata 36–40 hefur hlotið viður- kenningu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fallega lóð þar sem hraunið fær notið sín. ÍAV var byggingaraðili húsanna við Herjólfsgötu en Landslag ehf. hannaði lóðina. Húsin eru miðuð við þarfir íbúa 60 ára og eldri og var mikið lagt í hönnun og frágang húsanna að innan og utan, svo og í lóðina og nánasta umhverfi. Húsin við Herjólfsgötu eru vel staðsett í jaðri óhreyfðs hraunsvæðis með útsýni til sjávar. Hraunsvæðið aftan við byggingarnar er verndað og við hönnun lóðarinnar var haft að leiðarljósi að láta hana falla vel að umhverfi og skerða ekki útsýni. Stutt er í lóðarmörk frá útveggjum húsanna og töluverður hæðarmunur. Þessi hæðarmunur var leystur með lyngmóa, beðum og hraunfláum út í óhreyft landið. Áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir gangandi, fatlaða og akandi. Val á yfirborðsefnum miðaðist við að lágmarka viðhaldsþörf á lóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.