Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 29 Í dag, sunnudaginn 1. október kl. 15:00, opnum við stuðningsmenn Illuga Gunnarssonar glæsilega kosningaskrifstofu á Suðurlandsbraut 14. Okkur þætti mjög gaman ef þú sæir þér fært að koma og vera með okkur. Góðar veitingar, skemmtiatriði og dagskrá fyrir börnin í umsjón Hatts & Fatts. Hlökkum til að sjá þig – stuðningsmenn Illuga Kosningaskrifstofan opnar í dag Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík er 27. og 28. október 2006. Ný verkefni • Nýjar áherslur • Illuga í 3. sæti Illuga í 3. sæti þessu fólki get ég ekki dregið þá ályktun að meirihluti þjóðarinnar sé á móti Kárahnjúkavirkjun. Þvert á móti eru langflestir fylgjandi þessari framkvæmd.“ Að áliti Sólveigar eru Austfirðing- ar að vinna meira en þeir tapa með Kárahnjúkavirkjun. „Ég hef ferðast mikið um þetta svæði og 50% af því svæði sem fer undir vatn er gróður í einhverri mynd. Eins og svo víða á Íslandi er þetta fallegt svæði og það er t.d. eftirsjá í Töfrafossi í Kring- ilsá. Umræðan um Kringilsárrana hefur á hinn bóginn komið mér spánskt fyrir sjónir. Honum verður ekki sökkt að langmestu leyti eins og maður sem hefur verið yfirlýsinga- glaður undanfarið og ætlar að stofna stjórnmálaflokk hefur haldið fram. Ef maður skoðar svæðið á korti eru það innan við 25% sem fara undir vatn og það er að miklu leyti bratt- asti hlutinn sem nær niður í gilið þar sem áin rennur. Fólk er orðið mjög ruglað í þessari umræðu. Ýmsir trúa því t.d. líka að Snæfell, hæsta fjall á Íslandi utan jökla, verði eyja í lóninu. Það er alveg ótrúlegur misskilning- ur.“ Sólveig segir þennan misskilning stafa af hræðsluáróðri mótmælenda. „Ég hef stundum líkt þessum mót- mælendum við boltabullur. Þeir ferðast um í litlum hópum með ögr- andi framkomu. Ég þekki þetta mætavel enda hef ég komist í návígi við þetta fólk. Hingað inn í Végarð stormaði í fyrrasumar hópur mót- mælenda, sem í voru að mig minnir tveir Íslendingar, með kröfuspjöld og fána. Framkoma þessa fólks var mjög ögrandi og sem dæmi má nefna að átta ára gömul dóttir mín trylltist af hræðslu. Svo er þetta sama fólk að halda því fram að því sé ögrað. Við vorum hérna tveir starfsmennirnir í húsinu og okkur fannst öryggi okkar ógnað. Ég brá á það ráð að segja fólkinu frá því að dóttir mín væri skelfingu lostin og þá hörfaði það sem er virðingarvert. Hvað hefði hins vegar gerst ef dóttir mín hefði ekki verið á staðnum? Eftir þetta á hún það til, þegar hún sér fólk með ákveðið útlit, að spyrja hálfskelkuð hvort viðkomandi séu „mótmæling- ar“.“ Landsvirkjunar-kall varð Olís-kall Að öðru leyti kveðst Sólveig ekki hafa orðið fyrir óþægindum vegna starfa sinna fyrir Landsvirkjun. Börn hennar og maki ekki heldur. „Enda held ég að mjög skynsamleg umræða fari fram í Egilsstaðaskóla.“ Hún segir aftur á móti andstöðu við Kárahnjúkavirkjun áberandi meðal foreldra og starfsmanna í ákveðnum skóla á Héraði. „Ung- lingastig skólanna hittast af og til og í fyrra bauð sá skóli Egilsstaðaskóla og fleiri skólum á grímuball. Sonur minn ætlaði að fara sem Landsvirkj- unar-kall, eins og hann orðaði það, og bað mig að lána sér merktan hjálm og galla. Þegar ég áttaði mig á því hvert hann var að fara lagði ég til að hann færi öðruvísi klæddur, án þess að útskýra hvers vegna. Hann fór því sem Olís-kall í staðinn sem er mun hlutlausara. Það má því segja að maður sé óbeint meðvitaður um hvað ber að varast.“ Sólveig telur að sátt geti náðst um Kárahnjúkavirkjun í framtíðinni en til þess að svo verði þurfi að lyfta um- ræðunni á hærra plan. „Menn mega ekki láta tilganginn helga meðalið og reka hræðsluáróður, samanber heil- síðuauglýsingu í Morgunblaðinu, þar sem fólki er tilkynnt að stíflurnar muni rofna og allt sópast í burtu. Þetta tekur auðvitað engu tali. Það er ekki alltaf hægt að taka það versta sem hugsanlega getur gerst og slá því upp. Þannig fer ekki upplýst um- ræða fram.“ Hún segir líka mikilvægt að fólk sem er á móti virkjuninni komi aust- ur og kynni sér málið. „Í Végarði hafa menn greiðan aðgang að alls konar upplýsingum, rannsóknum og öðru, og geta myndað sér skoðun út frá þeim. Ég sakna þess að fólk geri meira af því.“ Alla tíð þótt þetta rétt ákvörð- un Óli Grétar Metúsalemsson, verk- fræðingur á Verkfræðistofu Austur- lands á Egilsstöðum, hefur unnið að allra handa undirbúningi fyrir Landsvirkjun vegna fram- kvæmdanna við Kárahnjúka. Hann segir að sér hafi alla tíð þótt það rétt ákvörðun að ráðast í þessar fram- kvæmdir. „Þegar þetta var valið í stað Eyja- bakka á sínum tíma hélt ég að skap- ast myndi sátt um málið því ef virkj- Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.