Morgunblaðið - 01.10.2006, Side 33

Morgunblaðið - 01.10.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 33 enda get ég verið alveg jafn- forvitin og aðrir.“ Hvað vill fólk helst vita? „Til- finningarnar eru efstar á blaði, fjármálin og ástin. Það kemur fyr- ir að fólk standi á tímamótum, viti ekki alveg hvert það eigi að fara með sjálft sig og leitar þá í spá- dóma. Svo er það heilsan og fjöl- skyldulífið, en margir hafa áhyggj- ur af börnunum sínum.“ Þegar hún er spurð hvort spá- konur séu hálfgerðir sálfræðingar, segir hún margt til í því. Sjálf seg- ist hún vera fljót að greina hismið frá kjarnanum og segi fólki af- dráttarlaust það sem við því blasir. Er erfitt að færa slæmar frétt- ir? „Nei, veistu, fólk hringir í mig eða kemur af því að það er tilbúið að heyra það sem koma skal. Við vitum að lífið er ekki eintómar karamellur og nammi, nammi, namm,“ segir Sirrý. „Stundum kemur fyrir þegar ég er að spá fyrir manneskju að orðin standa í mér, en ég segi þau samt því ég verð. Það getur verið sárt fyrir viðkomandi en ég spyr þá hvort ég megi vera hreinskilin og yfirleitt er svarið jákvætt.“ Símstöð fyrir fólkið að handan Svo vitnað sé í orð spákonunnar, á hún gífurlega trygglyndan og góðan kúnnahóp. Hún kinkar hún kolli þegar ég spyr hvort til henn- ar komi vel launaðir þingmenn, stjórnmálamenn og forstjórar. „Þegar ég tek símaviðtöl veit ég ekkert við hvern ég tala. Elskan mín, til mín koma svo margir að það er engin leið að muna eftir hverju einasta andliti. Ég er þó ekkert ómannglögg, um leið og manneskjan sest hér hjá mér er ég farin að lesa hana,“ segir Sirrý og horfir stíft á mig. „Hún dregur að sér reykinn úr sígarettunni og hóstar. „Ég get séð fólk sem er farið en það fer eftir því hvernig mér líður sjálfri. Ég heyri,“ segir hún og ég hvái. „Þú ert til dæmis með þrjá leiðbeinendur og þeir tala við mig, þannig fæ ég skila- boð. Þetta er eins og símstöð. Allir eru með þrjá leiðbeinendur, en misjafnlega sterka. Þessir leið- beinendur eru allir tengdir okkur en löngu farnir. Ömmur og afar, eða langömmur og langafar.“ En skrítið. „Nei, mér hefur allt- af fundist þetta eðlilegt. Til dæmis hef ég aldrei nokkurn tíma verið myrkfælin, jafnvel þótt ég sjái eða heyri í fólki. Í þessu húsi mínu er ég aldrei ein. Ég er oft heima með tíkinni minni og finn þá fyrir um- gangi um alla íbúðina. Þá er kannski verið að opna og loka dyr- um. Það er sagt að dýr séu mjög næm og tíkin sér og heyrir miklu meira en ég,“ segir Sirrý og hætt- ir í miðri setningu þegar síminn hringir. Á hinum enda línunnar heyrist í karlmannsrödd, en mað- urinn vill koma og láta spá fyrir sér. Sirrý bókar hann klukkan fimm næsta dag og í því hringir hinn síminn. Spákonan virðist vera með eina fjóra eða fimm síma á borðinu sem allir hringja á víxl. „Það getur verið mjög erfitt að ná í mig,“ útskýrir hún. Hver er vinnutíminn þinn? „Ég get sagt þér að stundum eru símarnir farn- ir að hringja klukkan sjö á morgn- ana. Fólk hringir jafnvel klukkan hálffjögur og fimm á nóttunni.“ Hvernig tekurðu því? „Vel, ef ég er vakandi eða vakna við hring- inguna þá tek ég símann. Ef ég er sofandi en vakna við hringinguna þá svara ég bara. Þegar fólk hringir um miðjar nætur er eitt- hvað mikið að,“ segir hún og þagn- ar án þess að vilja fara út í það nánar. Mig langar að spyrja þig að lok- um, ertu trúuð? „Já,“ segir hún eftir andartaks umhugsun.„Ég get ekki þrætt fyr- ir það, en á mjög breiðum grund- velli. Það er auðvitað almættið sem ég vel númer eitt, tvö og þrjú. Þá leita ég til leiðbeinenda minna og verndara, auk þess sem ég heillaðist nýlega af búddatrú þeg- ar ég var á ferðalagi um Taíland. Mér finnst ég fá mikinn styrk frá Búdda, enda er ég með merki hans tattúverað á vinstri öxlinni. Það tengist heimilinu, hjónaband- inu og krafti hermannsins. Svo er ég með tígrisdýrið hérna,“ segir hún og ýtir fram hægri öxlinni. „Þetta er ljónið mitt, ég held að ég sé svolítill köttur í mér,“ segir spákonan Sirrý sem fer ekki af þeirri skoðun sinni að til sé eitt- hvað meira en við sjáum. „Það er ekki spurning,“ segir hún og slær um leið lokapunktinn í þessu spjalli. osiris0904@hotmail.com Morgunblaðið/ÞÖK Skrautið Á heimili spákonunnar eru margir sérkennilegir munir. Höfum til sölu skemmtilega og afar vel staðsetta jörð á Suðurlandi Skúlagata 17, 101 Reykjavík Sími 566 8800 - Fax 566 8802 vidskiptahusid@vidskiptahusid.is Jörðin er um 110 ha að stærð. Á jörðinni er mjög gott íbúðarhús, mikið endurnýjað, vélageymsla, hesthús o.fl. Um 15 ha ræktaðs lands. Nánari upplýsingar á skrifstofu Viðskiptahússins. www.vidskiptahusid.is Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl. & löggiltur FFS. jon@vidskiptahusid.is Hafnarstræti 5 – sími 551 6760 – Síðumúli 8 – sími 568 8410 Veidihornid.is Hafnarstræti 5 – sími 551 6760 – Síðumúli 8 – sími 568 8410 Veidihornid.is í veiðibúð allra landsmanna Fluguhjól frá 2.995 Flugustangir frá 3.995 Neoprenvöðlur frá 7.995 Allir spúnar 195 Veiðijakkar með útöndun frá 7.995. Nestisbakpokar með borðbúnaði fyrir 4 aðeins 3.995. Allt girni á hálfvirði. Úrval af sjóveiðivörum á hálfvirði og fleira og fleira og fleira. Öndunarvöðlur frá 10.995 Kasthjól frá 1.995 Kaststangir frá 1.995 Opið í dag kl. 12-16 Síðustu dagar útsölunnar OPIÐ Í DAG í t r t l r I Í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.