Morgunblaðið - 01.10.2006, Side 56

Morgunblaðið - 01.10.2006, Side 56
56 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásdís IngaSteinþórsdóttir (Systa) fæddist í Reykjavík hinn 17. mars 1940. Hún lést á líknarstofnun Volusiasýslu í Flór- ídaríki hinn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Ásdísar voru Steinþór Ás- geirsson frkvstj., f. á Hofi á Höfðaströnd 19. júlí 1912, d. í Reykjavík 8. febrúar 1993, og Þorgerður Steinvör Þórarinsdóttir frá Gott- orp, f. 30. nóvember 1918, d. í Reykjavík 30. ágúst 1992, Þorleifs- sonar bónda á Skúfi í Norðurárdal. Systkini: 1) Kolbrún, f. 29. maí Árið 1965 giftist Ásdís Karli For- tgang verslunarmanni í New York (skildu), dóttir þeirra er Alexandra Inga Thor, f. 6. maí 1967, gift Edw- ard Wierciszewski og búa þau í New Jerseyríki. Þriðji eiginmaður Ásdísar hét Joseph Sodano, þau skildu. Ásdís hefur verið búsett í Banda- ríkjunum frá því um tvítugsaldur. Í 25 ár hefur hún rekið ráðgjaf- arþjónustu og stjórnað þeirri starf- semi frá skrifstofu í New Jersey en þar átti hún einnig einkar glæsi- legt heimili og ól þar önn fyrir dóttur sinni. Síðustu tvö ár ævi sinnar bjó Ásdís í New Smyrna Beach í Flórída og undi þar vel hag sínum. Útför Ásdísar Ingu var gerð ytra. 1933, áður gift Hjalta Karlssyni verktaka frá Reyðarfirði og áttu þau fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. 2) Auður, f. 24. ágúst 1938, giftist 1956 Kristjáni Þ. Þór- issyni frá Reykholti, f. 28. janúar 1932, og áttu þau þrjár dætur en skildu. Auður gift- ist 1959 Emil Als lækni, f. 6. janúar 1928, og eiga þau saman tvo syni. 3) Ás- geir Þór, f. 29. nóvember 1941, d. 28. mars 1946 úr bráðum sjúkdómi. Ásdís Inga giftist Jónasi Frið- rikssyni frá Borgarnesi árið 1958 (skildu). Ásdís Inga (Systa) ól bernsku sína á Íslandi sem var nývaknað af löngum og oft órólegum blundi. Heimsstyrj- öld geisaði og í landinu var fjölmennt bandarískt herlið. Gamlar hugmyndir viku fyrir nýjum og bylting hófst í at- vinnuháttum og verklagi. Engilsax- neskt skemmtiefni og hugmyndir hvers konar flæddu yfir íslenskt mannfélag og allt fékk nýjan svip. Ás- dís tók út þroska sinn í þessum siða- skiptum og dró sem von var dám af þeim hughrifum sem hlutu að verða ríkjandi við þessar aðstæður. Sam- tímis hvíldi hún örugg í faðmi fjöl- skyldu sem var rammíslensk í háttum og málfari; bar tungutak hennar þess ávallt merki þrátt fyrir nær ævilanga dvöl á öðru málsvæði. Tengsl við for- eldra voru alla tíð náin og mikill trún- aður á báða bóga. Ásdís náði skjótum líkamsþroska og varð fljótt sjálfstæð í hugsun og athöfn. Ung giftist hún myndarmanni úr Borgarnesi er Jón- as heitir Friðriksson. Hugur Ásdísar stóð til þess að nema land í Ameríku og freista þar gæfunnar; var hún komin þangað um tvítugt en þau Jón- as slitu samvistir. Í New York reyndi hún fyrir sér við nám og störf; hún kynntist gjörvulegum athafnamanni í fataiðnaði, Karli Fortgang, og gengu þau í hjónaband árið 1965. Bæði voru þau hugfangin af hinum þróttmikla æðaslætti borgarinnar og gerðu tíð- förult á Manhattan þar sem margt er í boði. Karl og Ásdís eignuðust eina dóttur barna og var hún skírð Alex- andra Inga Thor; er hún gift banda- rískum manni álitlegum og heitir Edward Kenneth Wierciszewski, eru þau búsett í New Jersey. Ásdís og Karl slitu samvistir. Upp frá því finn- ur Ásdís leið að sjá sér farborða með því að veita sérstæðum hópi manna ráðgjöf í viðkvæmum einkamálum; fór sú þjónusta fram í löngum sam- tölum sem ætíð fóru fram símleiðis. Árum saman hafði Ásdís starfsfólk og hélt um stýritauminn á skrifstofu sinni í New Jersey-ríki. Var hún nú fær um að búa dóttur sinni heimili og aðstöðu til að leggja stund á nám í endurskoðun og öðru er að rekstri lýtur. Á þessu tímabili gengur Ásdís enn í hjónaband og hét sá maki Jo- seph Sodano, maður af þýskum og ítölskum ættum. Þau skildu eftir fárra ára sambúð. Í starfi sínu öðl- aðist Ásdís talsverða innsýn í ýmsa afkima mannlegs hugar og hafði á því lag að létta af mönnum ýmsu því hug- arvíli sem hrjáir okkur mennina. Ás- dís bjó yfir myndugleik og hreinskilni í framgöngu sem laðaði fólk að henni og voru margir fúsir að vera ofurlítið víkjandi andspænis persónuleika hennar og óskum; hún var greind og sannfærandi í samskiptum og þótti mönnum nokkurs um vert að njóta návistar hennar. Sambandið við foreldrana var sú taug sem seigust var þrátt fyrir lang- an aðskilnað. Fyrir um það bil áratug kom upp sjúkdómur í eitlum og reyndist erfiður viðureignar; veikin fór þó ekki ótt og hratt Ásdís nokkr- um árásum hennar með hjálp lækna við Sloan-Kettering-stofnunina í New York. Að lokum brustu þó allar varnir og var hún lögð fársjúk á spítala í bænum New Smyrna Beach í Flórída en þar hafði Ásdís sest að fyrir tveim- ur árum. Íslenskar konur sem búsett- ar eru á þessum slóðum komu henni til aðstoðar og hughreystingar af stakri fórnfýsi; spöruðu þær hvorki tíma né fyrirhöfn. Ásdís átti að baki þrjú hjónabönd þegar yfir lauk. Sjálf- stæði hennar og sjálfræði hafa ef til vill ráðið nokkru um að samböndin urðu ekki langlífari en raun varð á. Hvað sem þessu leið er hitt víst að Ás- dís rækti vel samband við forna vini og þá vandamenn sem hún átti skapi að deila við. Þræðirnir til Íslands voru lífseigir, íslenskt málfar hennar var furðu vel varðveitt. Ásdís var hug- myndarík manneskja og ódeig að láta reyna á hugdettur sínar. Margt fórst henni vel en enginn ræður skrefum sínum öllum. Að lokum kvað við þung- ur ómur örlaganna. Þegar lokaorrust- an var hafin átti Ásdís Inga nokkra þrautaminni daga á líknarstofnun Volúsíasýslu og naut þar nærfærni og kærleika trúaðs starfsfólks sem innti störf sín af hendi með háttvísi og hef- ur ekki þekkst meiri. Maður gat ekki varist þeirri hugsun að nokkuð kæmi hér til skila móti því dálæti og þeirri væntumþykju sem alla tíð mótaði af- stöðu hennar til Bandaríkjanna. Ás- dís lést hinn 14. ágúst sl.; aska hennar verður grafin í leiði foreldranna á Ís- landi. Hringurinn er heill. Systa er komin heim. Emil Als. Ásdís Inga Steinþórsdóttir Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919                        Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför REGÍNU SVEINBJARNARDÓTTUR. Fjölskyldan frá Skálbrekku. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, GUÐJÓNS BJARNA SVEINSSONAR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Sauðárkróks fyrir kærleika og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Sveinsdóttir, Páll Sveinsson, Bjarkey Sigurðardóttir. Þökkum innilega hlýhug og samúð vegna andláts HELGA HALLGRÍMSSONAR, Norðurbyggð 1c, Akureyri. Eiginkona, börn, móðir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GÍGJU BJÖRNSSON. Sveinn Björnsson, Sigríður Hrafnh. Jónsdóttir, Guðný H. Björnsson Guérin, Jean Francois Guérin, Helga Björnsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG (GULLÝ) MALMQUIST, Birkigrund 62, Kópavogi, lést föstudaginn 22. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd. Sérstakar þakkir fær Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Sveinn Ólafsson, Ólafur Sveinsson, Inda Sigrún Gunnarsdóttir, María Sif Sveinsdóttir, Þórarinn Sigurðsson, Sveinn Sveinsson, Lára Ingvarsdóttir, Sigríður Nanna Sveinsdóttir, Jakob Líndal, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir, mágur og frændi, KRISTJÁN ÞÓRÐARSON, Álfaskeiði 90, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 3. október kl. 15.00. Aðalheiður Kristjánsdóttir, Vigfús Árnason, Þórður Rafn Guðjónsson, Jónína Björnsdóttir, Guðjón Þórðarson, Jensína Helga Finnbjarnardóttir, Ingvar H. Þórðarson, Elísa Vigfúsdóttir, Guðmundur Þorleifsson, Sigrún Óladóttir, Hafsteinn Stefánsson og frændsystkin. Bróðir minn, JÓHANN H. SVEINSSON bifreiðavirki, lést á Grund mánudaginn 18. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir til starfsfólks á Ási í Hveragerði og Grundar í Reykjavík fyrir hlýju, umhyggju og vináttu sem þau sýndu honum. Ellen Sveinsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.