Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 66

Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Alfanámskeið Tíunda námskeiðið í Neskirkju hefst 10. október Kynning þriðjudaginn 3. október kl. 20.00 Nánari upplýsingar á www.neskirkja.is og í síma 511 1560 Umsjón: Sigurvin Jónsson, Sr. Örn Bárður Jónsson, Úrsula Árnadóttir og Rúnar Reynisson. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ELSKA TEIKNIMYNDIR ER ÞETTA JÓÐLANDI BRAUÐRIST? ÉG HEF ALDREI ÁÐUR SÉÐ ELDHÚS- TÆKI MEÐ SVONA FALLEGA RÖDD ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA EKKI EÐLA... MAÐUR ER BARA Í SÓLBAÐI AÐ SLAPPA AF OG LÁTA HUGANN REIKA OG ALLT Í EINU... ER MAÐUR FASTUR Í FLÖSKU ÉG ÞOLI EKKI AÐ VERA BARN! FÓLK ER ALLTAF AÐ SEGJA MANNI HVAÐ MAÐUR MÁ GERA OG HVAÐ MAÐUR MÁ EKKI GERA AÐ VERA TÍGRISDÝR ER ÖRUGGLEGA ÆÐI! VIÐ GERUM NÚ EKKI MIKIÐ ÚR ÞVÍ, EN ÞAÐ ER SATT ÉG VONA AÐ ÉG FÁI VÍGTENNUR ÞEGAR ÉG MISSI BARNA- TENNURNAR KONAN MÍN ER AÐ GERA MIG BRJÁLAÐAN! AF HVERJU FERÐU ÞÁ EKKI FRÁ HENNI? ÞAÐ VÆRI EKKI RÉTT AF MÉR Á MEÐAN KRAKKARNIR BÚA ENNÞÁ HEIMA HVAÐ ERU ÞEIR ORÐNIR GAMLIR? SÁ ELDRI ER ÞRJÁTÍU OG ÁTTA OG SÁ YNGRI ÞRJÁTÍU OG FIMM „VOFF“... HVAÐ HÉLSTU EIGINLEGA AÐ ÉG HEFÐI SAGT? ÉG ER ALVEG AÐ KOMA Í VINNUNA STUNDIN ER RUNNIN UPP. VINNFÉLAGARNIR FÁ AÐ SJÁ Á MÉR HÁRIÐ... ÉG ER VIÐBÚIN ÖLLU... DAUÐAÞÖGN... ÖSKRUM OG ÓPUM GÓÐAN DAGINN! ADDA, TÍU FUNDINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ ÉG ER BÚINN AÐ ÁKVEÐA MIG. ÉG ÆTLA EKKI AÐ HÆTTA Í ÞESSARI MYND ÞETTA FÆ ÉG FYRIR AÐ GIFTAST OFURHETJU EN ÉG GET LÍTIÐ GERT MEÐ MARIÐ RIF ÞÍNAR SENUR VERÐA ÞÁ BARA Í AÐ BÍÐA AÐEINS ÉG GET EKKI BRUGÐIST M.J. ÞESSI MYND SKIPTIR HANA OF MIKLU MÁLI Dagana 1. til 7. októberverður kynningarvikaeTwinning-áætlunar-innar. Umsjón eTwinn- ing á Íslandi er í höndum Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins, en Guðmundur Ingi Markússon, verk- efnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofunni, er landsfulltrúi eTwinning á Íslandi: „eTwinning er áætlun á vegum Evr- ópusambandsins með það að mark- miði að auka vægi upplýsingatækni í kennslu á grunn- og framhalds- skólastigi og þannig veita nem- endum aukin tækifæri til náms,“ út- skýrir Guðmundur. „Áætlunin er öll hin einfaldasta í framkvæmd og kennurum og skólum að kostn- aðarlausu að taka þátt.“ Í kynningarvikunni verður at- hygli vakin á eTwinning-áætluninni með ýmsum hætti: „Meðal þess sem við gerum er að veita skólum fyrstu 20 kennaranna sem skrá sig í verk- efnið tveggja ára áskrift að vefbóka- öskju Eddu-útgáfu. Allir kennarar sem skráðir eru með eTwinning- verkefni fá senda vefmyndavél og við opnum bloggsíðu þar sem kenn- ararnir geta skipst á skoðunum og deilt reynslu sinni af eTwinning. Við hleypum einnig af stokkunum landskeppni fyrir skólaárið 2006– 2007, annars vegar í flokki grunn- skóla og hins vegar á framhalds- skólastigi, þar sem verðlaun fyrir besta eTwinning-verkefnið er öflug Acer-fartölva og fyrir næstbesta verkefnið háhraða-nettenging frá Hive.“ Skipst á hugmyndum Með skráningu í eTwinning fá kennarar aðgang að sérstöku heimasvæði á Netinu þar sem þeir geta skráð upplýsingar um sinn skóla, og sjálfa sig, kennslusvið sitt og áhugasvið, og ekki hvað síst sett inn hugmyndir að verkefnum sem kennarar og nemendur þeirra geta unnið í sameiningu gegnum Netið: „Vefsvæði eTwinning gerir kenn- urum kleift að stofna til tengsla sín á milli og í kjölfarið koma sér sam- an um sameiginlegt verkefni sem getur verið hvort heldur stórt eða smátt, svo fremi sem það er innan ramma kennsluskrár og samræmist uppeldismarkmiðum skólans,“ segir Guðmundur. „Sem dæmi um góðan árangur af eTwinning er verkefnið Ancient Paths of Europe sem var samstarfsverkefni skóla á Spáni og unglingadeildar Varmárskóla í Mos- fellsbæ sem unnið var að frumkvæði Guðlaugar Óskar Gunnarsdóttur. Í verkefninu skiptust nemendur skólanna á aldrinum 13 til 18 ára á upplýsingum um fornan menningar- arf þjóða sinna.“ Guðlaug og samstarfskennari hennar sóttu í kjölfarið um gæða- viðurkenningu hjá landsskrifstofum eTwinning-verkefnisins á Spáni og á Íslandi og fengu í kjölfarið sér- staka viðurkenningu frá mið- stöðvum eTwinning-verkefnisins í Brussel. „Viðurkenningin er í formi rafræns skjals sem skólinn getur státað af og hefur Varmárskóli með- al annars skreytt heimasíðu sína með viðurkenningunni, til marks um þann árangur sem skólinn hefur náð.“ Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.ask.hi.is/page/etwinning-vika. Menntun | Kynningarvika evrópska eTwinn- ing-menntaáætlunarinnar 1. til 7. október. Aðgengilegt skólasamstarf  Guðmundur Ingi Markússon fæddist í Reykja- vík 1969. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1998, B.A. gráðu í trúarbragða- fræði frá Árósaháskóla 2002 og cand. Mag. gráðu frá sama skóla 2003. Guðmundur starfaði um langt skeið hjá Bóksölu stúdenta en hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins frá júlí sl. Guðmundur er kvæntur Ástu Vigdísi Jónsdóttur bókmennta- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Breska rappstjarnan Megaman,réttu nafni Dwayne Vincent, úr hinni farsælu So Solid Crew, var á fimmtudaginn hreinsaður af morð- ákæru. Í kjölfarið lýsti hinn 27 ára gamli rappari því yfir að hann hygð- ist hvíla tónlist- ina um óákveðinn tíma en snúa sér þess í stað að öðrum verk- efnum. Nefndi hann í því sam- hengi kvik- myndagerð og framleiðslu tískulínu. Vincent mátti dúsa í varðhaldi í tvö ár. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.