Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 6

Æskan - 01.12.1972, Page 6
að voru ekki nema tveir dagar til jóla. En skelfing er það langur tími. Að minnsta kosti fannst systkinunum það, þeim Gísla og Þóru. Þau vissu ekki hvað þau áttu að gera af sér eða hvernig þau gætu fengið tímann til að líða ögn hraðar. Allan liðlangan daginn voru systkinin að sniglast í kringum mömmu sína. Þó gátu þau lítið hjálpað henni við jóla- undirbúninginn. Hún þorði tæplega að senda þau ein út í búð. Það var yfir fjölfarna götu að fara, og umferðin var gífurleg. Ekki bætti það heldur úr skák, að undanfarna daga hafði snjónum kyngt niður og víða var flughált. „Mamma, hvað gerðir þú, þegar þú varst lítil og þurftir að bíða eftir jólunum?“ spurði Þóra. „í sveitinni, þar sem ég átti heima, var alltaf nóg að gera. Ég hjálpaði til dæmis pabba að gefa kúnum og kind- unum," svaraði mamma. „Varstu ekki hrædd við hornin á kúnum?“ „O, sei, sei, nei,“ anzaði mamma brosandi. „Við krakk arnir lékum okkur líka stundum á skíðum og skautum e^a byggðum snjóhús.' „Já, en við eigum ekki heima í sveit, hér er ekkert nema hús og bílar,“ sagði Gísli fullorðinslega. Hann var einu ári eldri en systir hans. „Það eru þó garðar í kringum húsin,“ sagði Þóra, „stórir, stórir garðar." „Það er rétt,“ svaraði mamma, „hér er ekki eins nuú frjálsræði og í sveitinni." „Við eigum ekki skauta eða skíði,“ sagði Gísli og horfö’ út um gluggann. „Iss, það gerir ekkert til, við förum allt í bílnum i°e pabba,“ sagði Þóra litla fljótmælt, eins og þetta vaerl sjálfsagt og auðskilið, svo að ekki þyrfti að ræða þa frekar. „Kjáni geturðu verið,“ sagði Gísli og hélt áfram a 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.