Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 8

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 8
Gísli og Þóra höfðu klætt sig og borðað hafragrautinn sinn, þutu þau út í garð. Snjóhúsið var ekki brotið eða eyðilagt. Engir skemmdarvargar höfðu verið á ferðinni. Krakkarnir voru dálítið undrandi, þegar þeir virtu húsið fyrir sér. Þau minnti, að það hefði verið mikið stærra. Kannski hafði þau aðeins dreymt það. Og nú ákváðu Gísli og Þóra að hafa húsið helmingi stærra. Eftir hádegið héldu krakkarnir áfram að grafa skafl- inn. Það var nærri komið kvöld, þegar snjóhúsið stóð fullgert, með hurð, strompi og tveim litlum gluggum. Gísli lagðist endilangur á gólfið og teygði úr sér. „Ég kem hvergi við veggina," hrópaði hann glaður. „Og í gegn um strompinn sé ég stjörnurnar á himninum." „Ég hef aldrei séð svona stórt snjóhús," sagði Þóra himinlifandi. „Já, þetta er höllin okkar," svaraði Gísli og gleði og hrifning leyndi sér ekki í röddinni. „Mér finnst heldur dimmt hérna inni. Ég ætla að hlaupa inn og biðja mömmu um kerti.“ Um leið og Þóra sleppti orðinu var hún þotin. „Þá verð ég að skrapa saman einhverja innanstokks- muni,“ sagði Gísli og spratt á fætur. Mamma var hjálpsöm og lánaði systkinunum hið allra nauðsynlegasta í nýju höllina. Auk pínulítils innskots- borðs, sem lá frammi í geymslu og hætt var að nota, fengu þau tvo litla garðstóla, er hægt var að leggja sam- an. Þá er ótalið hið bezta. Það var gamalt gæruskinn, sem eitt sinn hafði verið stofuprýði, en var nú búið að fleygja upp á háaloft. Hvaða persneskt teppi gat jafnazt á við hvítt gæruskinn á bláu ískristölluðu gólfi? Það þarf ekki að taka það fram, að systkinin fengu eins mörg kerti og þau vildu. Alls staðar, í hverjum krók og kima skyldi vera bjart á jólunum. Að síðustu lofaði mamma börnunum, að hún skyldi skreppa snöggvast út og skoða snjóhúsið þeirra. Kannski færði hún þeim eitthvað smávegis. Það var venjan, þegar gestir komu í fyrsta skipti í heimsókn í nýtt hús. Krakkarnir flýttu sér að bera búslóðina út í húsið og koma henni haganlega fyrir. Gæruskinnið breiddu þau á mitt gólfið, og síðan settu þau borðið og stólana á nýja gólfteppið. Loks kveiktu systkinin á fjórum kertum. Tvö létu þau standa á borðinu, en eitt settu þau út í sinn hvorn glugga. Ef einhverjir villtust úti í dimmviðrinu, áttu jólaljósin í gluggunum að vísa þeim leiðina. Krakkarnir höfðu ekki dvalizt lengi í snjóhúsinu, er hratt fótatak heyrðist úti fyrir. „Er nokkur heima?“ var sagt á glugganum. Gísli flýtti sér að opna. Auðvitað var gesturinn enginn annar en mamma. „Það er ekki gott að banka á snjóhurðina," sagði hún brosandi og gekk hálfbogin inn. „Við getum ekki haft dyrabjöllu, nema leggja rafmagn 1 snjóhúsið," svaraði Gísli kotroskinn. „Ætli húsið verði ekki horfið, áður en rafvirkjarnir birtast," sagði mamma kímileit. „Hvernig lízt þér á snjóhúsið okkar?“ spurðu systkinin einum rómi og eftirvænting og fögnuður ljómuðu á and- litunum. „Drottinn minn dýril' hrópaði mamma. „Þetta er höll. skreytt bláum demöntum og ískristöllum. Já, og hérna er líka svo einstaklega heimilislegt," bætti hún við bros- andi. „Það er því að þakka, að þú lánaðir okkur húsgögnin, svaraði Gísli. „Heyrðu, mamma, hvað ertu með í körfunni?“ spurði Þóra forvitin. „Það er nú ekki mikið,“ svaraði mamma og tók upp mjólkurhyrnu, glös og smurt brauð. „Ég hélt, að' þið hefð- uð gaman af að halda svolitla vígsluhátíð.“ „Ó, hvað þú ert hugulsöm, mamma,“ hrópaði Þóra litla himinlifandi. „Það er svo skemmtilegt að borða uti í snjóhúsinu." „Já, þá er þetta alveg eins og í alvöruhúsi," sagði Gísn og settist við borðið. Mamma mátti ekki vera að því að tefja lengi. Jóla- annirnar kölluðu. Eftir að mamma var farin, gæddu systkinin sér á góð- gerðunum. Það veitti ekki af að fá sér hressingu, eftir að hafa byggt heilt hús. „Mamma hefur skorið af jólahangikjötinu, til að láta ofan á brauðið okkar,“ sagði Gísli með troðfullan munn- inn. „Já, mér finnst eins og jólin séu komin,“ svaraði Þóra. „Gaman, gaman,“ sagði Gísli. „Heyrðu, hvaða hljóð er þetta?“ hrópaði Þóra allt i einu og greip í handlegginn á bróður sínum. Gísli lagði við hlustir. Þetta er undarlegt hljóð. „Það hljómar líkt og tónlist," sagði Þóra hikandi. „Iss, þetta er engin tónlist, eða hvér heldurðu að sé að spila fyrir utan höllina okkar,“ sagði Gísli og stóð upp., Hann gáði út um gluggann. „Skelfilegur bjáni getur þú verið,“ sagði hann hlæjandi- „Þetta er bara haglél, sem bylur á snjóhúsinu." „Ég hef aldrei heyrt svona fyrr,“ svaraði Þóra svolítið skömmustuleg. „Það er skrýtinn hljómur, þegar höghn skoppa og dansa á húsinu.“ Systkinin sátu þegjandi góða stund og hlustuðu á þessa undarlegu hljómlist himinsins. Ekki leið á löngu, unz annað hljóð, sem börnin könn- uðust betur við, barst þeim til eyrna. Það var ískrandi hemlahljóð. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.