Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 14

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 14
Cngifr&uin ^-óHasaga e<jítií J^zistniann Cfu2mun2sson Pessi litla saga er 1940 ára gömul. Hn elgi að slður gæti hún gerzt enn þann dag í dag — og ætlð með- an góð börn og gott fólk kunna að biðja Guð sinn um hjálp og lækningu við því, sem að þeim gengur. Jæja, sagan gerðist í lítilli borg á stærð við Akureyri, f landi sem nú heltir Israel. Borgin stóð við stórt vatn undir lágum hæðum, og í útjaðri hennar var iitið hús i dálitlum garði. Húsið var aðeins eitt herbergi, sem í senn var dag- stofa, svefnherbergl og eldhús, þvi að hjónin sem áttu það voru fátæk. En garðurinn kringum það var býsna fallegur, og' þar uxu nokkur ávaxtatré, döðlupálmar og olífuviður, auk fíkjutrjáa, berjarunna og blóma, því þetta iand var ákaflega frjósamt. Hjónin, sem þarna bjuggu, áttu sjö ára gámla telpu, er hét Sara, og morguninn, sem þessi saga gerðist, sat hún úti ! einu horni garðsins, er sneri að götunni, en þar óx einmitt mikið af rauðum draumsóleyjum, og hún var að horfa á þessl fallegu blóm. En hún gaf líka gaum að krökk- um á hennar aldri, sem voru að leika sér hinum megin við götuna — og hana langaðl mikið til að vera með í þelm hópi. En sá hængur var á að þessi litla telpa var mestl aumingi til heilsunnar. Hún hafði orðið fyrir slysi, þrlggja ára gömul, þannig að annar fóturinn á henni var styttri en hinn, svo að hún var draghölt og gat alls ekkl hlauplð. En auk þess hafði hún fengið bólusótt á ungbarnsaldri, og eftir það var hún útsteypt I mjög Ijótum örum um allan llkamann og andlitið. Og það sem verra var: þessi ör vildu ekki gróa, svo að oft vail úr þeim gröftur og vilsa. Af þeim sökum verkaði aumingja litla stúlkan talsvert óhugnanlega á annað fólk, ekki slzt börnin. Það er auðvltað Ijótt að hrekja frá sér Iftil börn, sem eru eitthvað veikluð og eiga bágt, og góðir krakkar gera það náttúrlega ekkl. En þvf miður eru ekki öll börn góð, og sum eru líka kjánar, sem skilja ekki hvað þau eru að gera undir slíkum kringumstæð- um. Og fyrir bragðlð var þessi litla stúlka fjarska einmana. Ef hún fór út á götuna og reyndl að fara í leik með jafn- öldrum sfnum, þá gerðu vondu krakkarnir hróp að henni og sögðu að hún væri Ijót og andstyggileg og ráku hana burtu. — Ljót var hún nú reyndar alls ekki, því að þrátt fyrir bóluörin hafði hún hreinan og fagran svip, liðað, kolsvart hár, og stór, falleg augu, sem voru þó oftast dapurleg, þvf að henni leið sjaldan vel. Nálega eina yndl hennar var að horfa á blómin í garð- inum. Og sem hún sat þarna I hornlnu hjá rauðu draum- sóleyjunum þennan morgun, þá sá hún allt I einu sérkenni- legan mann koma gangandi eftir götunni. Hann var klædd- ur hvítum kyrtll, hávaxinn, með gulljarpt hár niður á herðar og mjög bjartan svip. Henni varð starsýnt á hann, þvf að henni fannst hann svo fallegur — hún hafði aldrel séð jafn- fallegan mann. — Mamma hennar hafði sagt henni frá engl- unum, og hennl datt strax í hug að þetta væri kannskl einn af þeim. Hann fór sér hægt og rólega, var ekkert að flýta sér, eins og flestir aðrir, virtist djúpt hugsi, en var þó góð- legur og hýr, og telpan tók strax eftir því, hvað hann hafði fögur og dimmljómandi augu. Hún starði á hann, meðan hann nálgaðist hægt og hægt, unz hann var kominn á móts við hana, hinum megin við lágu grjóthleðsluna milli garðs- ins og götunnar. Þar nam hann staðar, leit á hana og brosti til hennar. Og nú sannfærðist hún hreint og beint um að þetta værl raunverulega engill, þvf að hún hafði aldrei séð nokkra manneskju brosa svona fallega. Það var eins og andlitið á honum Ijómaðl af hvítri og gullinni birtu. Góð- ieikinn í svip hans kom henni til að gleyma öllu öðru, og þess vegna varð hún ekkert feimin við hann, þegar hann heilsaði henni og spurði hvað hún héti. „Ég heiti Sara,“ svaraði hún. ,,Og ég er sjö ára.“ „Hvers vegna ert þú ein hérna, barnið mitt?“ spurði hann þá, og hún tók eftir því, hvað hann hafði mildan og hugg- andi málróm. „Af hverju ertu ekki að leika þér við hina krakkana?" Þá varð lltla stúlkan mjög döpur á svipinn, en áður hafði hún brosað aiveg ósjálfrátt við ókunna manninum. „Þau vilja ekki lelka við mig," anzaði hún niðurlút. „Það er af þvi að ég er svo Ijót. Svo er ég Ifka hölt og get ekkert hlauplð." „Ertu ljót?‘ sagði ókunnl maðurinn undrandi og brosið hans varð eilftið glettið. „Ekkl get ég séð það. Mér finnst þú vera falleg Iftil stúika." Þá varð telpan heldur betur hissa, þvf að hún hafði aldrei heyrt neinn segja þetta fyrr. Hún leit upp til hans og spurðl, dálítið snaggaralega, þvf að henni datt f hug, að hann væri kannski að gera gys að hennl: „Sérðu þá ekki bóluörin alls staðar á mér — þau eru með versta mótl f dag, af þvf að ég var of lengi úti í sólarhitanum f gaer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.