Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Síða 27

Æskan - 01.12.1972, Síða 27
Hann var tötrum klæddur, en við hlið hans trltlaðl lítll stúlka með Ijóst hár og blá augu. En kjóllinn hennar var þunnur og rifinn, og berar tærnar stóðu út úr skónum. Drengirnir horfðu á gamla manninn og telpuna, hvísluðu og hlógu. Einn þeirra hnoðaði snjókúlu og kastaði að gest- unum, og rétt á eftir þutu 12 kúlur í viðbót, — og síðan hver af annarri. Telpari fór að gráta, en gamli maðurlnn reyndi að hlffa henni fyrir kúlunum og haltraði heim að hliðinu. Þegar þau staðnæmdust þar, varð svolítið hlé á skothríðinnl, og gamli maðurinn tók til máls: „Gerið nú miskunnarverk og veitið tveim fátæklingum húsaskjól og hressingu á helgri jólanótt." En þá hófu strákarnir skothríðina á ný og hróp- uðu: „Nel, nel! Hér er ekkert rúm fyrir flækinga, karlræfla og stelpubjálfa, burt, burt með ykkurl'1 og svo skullu kúlurnar með auknum krafti á vesalingunum. En hvað var nú þetta? Drengirnlr stóðu með kúlurnar f f höndunum og göptu af undrun: Gamll maðurinn við hliðið var að breytast, — hann óx og óx og sprengdi loks af sér tötrana. Og allt í einu stóð hann þarna f hvítum hjúp, með kórónu á höfði, og hvfta skeggið hans náði aiveg ofan að gullofnu beltinu. Hann rétti upp höndina og hrópaði með þrumurödd: ,,Nú er nóg komið! Hættlð þessum leik. Nú skal annað taka við!“ María hafði orðið vör við hávað- ann og kom nú hlaupandi út. Sneri þá öldungurinn við hliðið orðum sfnum til hennar: „Svo fór, sem mig grunaði", sagði hann, ,,að tii lítillar hamingju varð þér ósk þfn. Synir þínlr eru vondir og harðbrjósta hrekkjalimir. Þér hefur ekkl tekizt að ala þá upp sem góða drengi. Þeir skulu þvf verða frá þér teknir." Þá féll móðirin á kné, grét hástöfum og sárbað um að fá að hafa drengina sfna hjá sér áfram. En Ammuninanna, — þvf þetta var nefnilega hann — sneri sér að drengjun- um og sagði: „Þið skuluð hverfa upp til fjallanna, einlr saman, og dvelja þar jafnmörg ár og tárin eru, sem móðir ykkar fellir nú ykkar vegna. Um hver jól skuluð þið fá að koma til mannabyggða, og þá lifa á þvf, sem góðir menn gefa ykkur. Vonandi, að ykkur verði þá tekið betur en þið tókuð okkur í kvöld! Ef þið, á þessum útlegðarárum, sýnið öllum samúð og kærleika, skuluð þið aftur verða litlir — og stórir — drenglr og fá að lifa meðal annarra manna. Gætið ykkar nú, jólasveinar." Um leið og hinn mikll Ammuninanna sagði síðasta orðið, gjörði hann rúnateikn f loftið með staf sínum, greip síðan litlu stúlkuna f faðm sér og sveif burt. En við bræðurnir 13 stóðum eftir. Og undur mikil höfðu gerzt: Við höfðum allir fengið alskegg og rauðar skotthúfur á höfuðið. Við vorum ekki lengur drengirnir þeirra Óla og Maríu. Mamma varð hrædd og hljóp inn grátandi. Og jafnvel hann Bósi, hundurinn okkar, þekkti okkur ekki, urraði og gelti mikið. Og þá tókum við til fótanna og flýðum upp til fjalla. Þar höfum við nú verið síðan, og alltaf iðrast þess, hve slæmir drenglr og latir við vorum heima hjá pabba og mömmu. Um hver jól komum við ofan f byggð og bæi, með poka okkar á baki, og færum börnum og gamalmennum jóla- gjafir, gripi, sem við sjálfir höfum gert. Nú erum við sannarlega orðnir gamlir og gráir, eins og þið sjáið. Ég er nú t.d. 777 ára og hann bróðir minn bara Ktið eitt yngri. Um hver jól gerum við okkur vonir um, að Án efa kunnið þlð öll stafrófið, þið lærðuð það, þegar þið voruð Iftil í barnaskóla. Bókstafirnir f stafrófinu eru hijóðtákn. Það eru 26 stafir í enska stafrófinu, og þeir eru sam- eiginlegir í mörgum öðrum málum. Sum hljóð í ensku eru þó rituð með fleirum en einum staf, eins og til dæmis th. I fslenzku eru 33 bókst^fir. Ekki er notað stafróf í öllum málum, t. d. kínversku. Kín- verska letrið er upphaflega byggt á myndletri, en það er nú mjög elnfaldað frá því sem áður var og er nú mjög kerfis- bundið. Elzta letrið var myndletur, og hafa bókstafirnir þróazt út frá því. Ef þú ættir að rita orðið tré, þá notar þú þrjá bókstafi, en ef þú ætlar að útskýra orðið tré fyrir smábarni, þá er einfaldara að sýna því smámynd af tré. Á myndinni sjáum við stafróf Etrúska, en út frá þvf þró- aðist stafróf Grikkja. Þannig fá tungumálin orð og stafi lánaða .hvert hjá öðru. - Allir geta séð, að stafrófið er snjöll uppfinning. Með hjálp stafrófsins geta menn nú á tímum kynnt sér skoðanir löngu liðinna kynslóða. nú fáum við að kasta ellibelgnum, og verða aftur litlir drengir. En tár móður okkar voru svo mörg, — og enn verðum við að hverfa upp til fjallanna í kuldann, myrkrið og einveruna. Þar er nú heldur ömurlegt að lifa. En hvað um það, við höfum tii þessa unnið, og skulum þola okkar refsingu. En gætið ykkar börnin góð, að ekki fari svoriá illa fyrir ykkur. Reynið að vera iðin, hjálpfús og öllum góð, ekki sfzt þeim, sem eru fátækir eða gamlir. Þá mun ykkur alltaf vegna vel. Og gleymið svo ekki heldur gömlum jólasveinum. Jónas í „Brekknakoti".
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.