Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 30

Æskan - 01.12.1972, Side 30
NÝTT HEIMILI í NÝJU LANDI Þegar Mda og fjölskylda hans kpmu tll Bótsvana, voru margir flóttamenn enn þar fyrir. En til allrar hamingju var þar starfað að hjálp fyrir flóttafólk með aðstoð fólks í fjar- lægum löndum, sem taldi sig eiga aura afgangs öðrum til hjálpar. Og það var hafizt handa við að hjálpa þessu fólki til að byggja upp eigin framtíð og byrja nýtt líf. Karlmennirnir byggðu kofa og konurnar ræktuðu græn- meti. Keyptar voru kýr, sauðfé, geitur og svln og reynt var að koma á fót skóla. Fjölskyldan Mda eignaðist kofa og vann með hinum flóttamannafjölskyldunum myrkranna milli. Eitt ár var þurrkur og hungursneyð víða í Bótsvana. Samt tókst flóttafólkinu ekki aðeins að framleiða nægan mat fyrir sig, heldur gat það miðlað fólkinu f nágrannaþorpunum líka. Loksins fann flóttafólkið að það var velkomið til lands- ins og að þeir innfæddu viðurkenndu það sem borgara með fullum rétti. . Hvað getum við af þessari frásögn lært? Við þurfum að taka öðrum vinsamlega, þegar þeir eru f nauðum. Það er ekki aðeins mikilvægt þeirra vegna, heldur líður okkur mun betur sjálfum. Hvernig getum við hjálpað? Það má gera með mörgum hætti, við getum hjálpað Rauða krosslnum að hjálpa öðrum. Með þvf að gerast fé- lagar eða að láta i té aðstoð, þegar nauðsyn krefur. En er ekki ástæðá til að hjálpa viðar en f útlöndum? Sannarlega. Þurfa ekki ýmsir hjálp f krlngum okkur? 28

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.