Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 48

Æskan - 01.12.1972, Page 48
Nú var komiS aS lokum þessarar skemmtilegu ferSar. Svelnn hafSi tekiS mikinn fjölda mynda, en nú tók Grímur viS myndavél- inni og tók mynd af Stefaníu, Sveini og Tryggva. Þau gengu um borð og fengu sæti framarlega í flugvélinni, sem var að þessu slnni alveg fullsetin farþegum. Ekki heyrðist Islenzkt orð talað því stór hópur amerlskra ferðamanna hafði svo til fyllt framhluta vélarinnar. Ameríkanarnir mösuðu og hlógu og léku á als oddi. Mest var þetta fullorðið fólk, sem var I sumarleyfi og flaug með þessarl Flugfélagsþotu spölinn milll Glasgow og Kaup- mannahafnar. Brátt voru hreyflar ræstlr og innan lítillar stundar var þotan á lofti. Hún fór í sveig út yfir Eyrarsundið, en beygði síðan til vesturs og flaug þvert yfir Sjáland. Sveinn sagði börnunum, að nú færu þau nokkurn veginn sömu leið og þau höfðu flogið I litlu Lego- flugvélinni daginn áður. Er þau kæmu yfir Jótland, mundu þau verða hátt I lofti og lítil von væri til þess, að þau sæju til vina slnna þar nlðri. Samt mundi leiðin liggja skammt fyrir sunnan Billund með sitt Legoland og það ágæta fólk, sem þar býr. Í SÓLSKINI SKYJUM OFAR Það hafði verið skýjað i Kaupmannahöfn, en nú brosti sólin við þeim Stefanlu og Tryggva. Þau voru komin upp úr skýjabeltinu og „Gullfaxi", þessi silfurgljáandl þota, flaug nú með meira en 900 km hraða I áttina heim. „Gullfaxi" hækkaði flugið, og þau sáu skugga hans niðri á skýjabeltinu, smáminnkandi og eins og regn- boga í kring. Þetta var skemmtileg sjón. En þótt skýln væru skemmtileg á að líta héðan úr hæðinni, þá sagði maginn tll sln, og nú báru flugfreyjurnar fram gómsæta réttl, sem ferðafólklð gerði beztu skil. Fátt bar til tlðinda á leiðinni annað en að þau fengu dagblöð að heiman og gátu farlð að fylgjast með þvl, sem gerzt hafði á (slandl meðan þau dvöldust I Billund og Kaupmanna- höfn. Eftir rúmlega klukkutíma flug lenti „Gullfaxi" á Glasgowflug- velli. Þau gengu inn í flugstöðina og könnuðust nú við sig frá dvölinni þar flmm dögum áður. Þarna bættust flelri Islendingar I hópinn, en amerisku ferðamennirnir hurfu á braut á vit nýrra ævin- týra i Skotlandi og Englandi. Þetta var skemmtilegt fólk, fannst þeim Tryggva og Stefaniu, hláturmilt og sagði sögur I sífellu. Það naut sýnilega ferðarinnar. A 90 MfNOTUM TIL ÍSLANDS Eftir stutta viðdvöl var kallað út i flugvéllna á ný, og nú var haldið beinustu leið til Keflavikurfiugvallar. Þau voru varla komin á loft, er flugfreyjurnar báru fram kvöldverðinn. Þessu höfðu þau Tryggvi og þvi síður Stefanía átt von á. Magarúmið var algjörlega á þrotum, fannst þeim, og kannski var líka ferðahugurinn og til- hlökkunin yfir heimkomunni farin að segja tii sín. Samt var gott að fá i svanginn, og þegar allt kom til alls, þá tók flugferðin itá Glasgow til (slands næstum 90 mínútur. Þeim varð hugsað til þess, er víkingarnir sigldu þessa leið í gamla daga án nákvæmra siglingatækja, en þessir menn kunnu sinn sjó og komust flestir á leiðarenda, þótt ferðin tæki þá marga daga. Flugstjórinn ávarpaði farþegana. Sagðl þeim, að t Keflavík væri bezta veður, hæg sunn- anátt og gengi á með skúrum. Ágætt skyggni. Það var dýrðleg sjón að sjá Island rísa úr sæ. Þau sáu fyrst Vatnajökul, þvi um suðaustanvert landið var sólskin og bezta veður. Lengra vestur frá var skýjabakkl. Þau þekktu ýmis kenni- leiti af landakortinu, þvl að skoða landið úr þotu í 10 km hæð er likast þvl að skoða stórt landakort. Þarna sáu þau Breiðamerkur- sand, Jökulsá og sjálf Öræfin. Og þarna birtist konungur íslenzkra fjalla, sjálfur Öræfajökull. Þau sáu Ingólfshöfða og árnar á Skeið- arársandi og síðar sveitirnar ! Skaftafellssýslu, Landbrot, Meðal- land, Álftaver og brátt Mýrdalssand. En Mýrdalsjökull með hið fræga eldfjall Kötlu aðeins lengra vestur. Nú sást vel inn yfit Sprenglsand og rönd af Hofsjökli, en síðan var landið hulið skýjum. Þau söknuðu þess að sjá ekki Vestmannaeyjar, en nú var líka stutt eftir til lendingar, þvl nú byrjaði „Gullfaxi" að lækka flugið. Brátt voru þau I skýjum og eftir örlitla stund sást niður yfir Þorlákshöfn. Þau fóru i sveig yfir Vatnsleysuströnd og út yfir höfnina í Keflavik. Þau sáu hraðbrautina, steypta veginn milli Keflavíkur og Reykjavíkur, og bílaumferðina, og brátt snart þotan flugbrautina og þau heyrðu, hvernig hreyflarnir tóku á, er flug- mennirnir beindu loftstraumnum fram eftir þotunni til að taka af henni ferðina. Eftir dálitla ökuferð eftir akbrautum flugvallarins staðnæmdist „Gullfáxi" fyrir framan flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þau stóðu upp, brostu hvort til annars og ferðafélaganna, tóku pjönkur sínar, þökkuðu flugfreyjunum fyrir ferðina og héldu ásamt hinum far- þegunum Inn í flugstöðvarbygginguna. Þarna var margt um mann- inn eins og fyrri daginn. Þau fóru inn I toilafgreiðslu stöðvarinnar, og brátt komu töskur þeirra rennandi inn á færibandi. Töskur þeirra allra voru með þeim fyrstu, sem komu á færibandinu, og tollskoðun tók ekki langan tlma. Þau héldu þessu næst út I áætlunarbíl, sem flutti þau til Reykjavíkur. AFTUR HEIMA Á leiðinni til Reykjavikur ræddu þau hltt og annað, sem gerzt hafði I ferðinni, og fengu upplýsingar um það, sem fyrir augun bar. Þeim var sýndur Keilir, þetta stolt Reykjanesskagans, en ekki fannst Stefaniu það fjall sórlega tilkomumikið miðað við fjöllin norðanlands, Bláfell, Kröflu og fleirl slík. Áætlunarblllinn stað- næmdist við afgreiðslu Flugfélags íslands á Reykjavlkurflugvelli- Þarna skildu leiðir. Foreldrar Tryggva ásamt fleira skyldfólki komu til að taka á móti honum, og frænkur Stefaniu fögnuðu henni vel og innilega. Börnin kvöddust og kvöddu ferðafélagana. Þetta hafðl verlð mikil og góð ferð. Allt gengið vel, svo vel sem bezt varð á kosið. Og þau Stefanía og Tryggvi þökkuðu þeim, sem höfðu verið ferðafélagár þelrra I þessari skemmtilegu reisu, og sendu I hug- anum kveðjur og þakkir til Billund, til allra þeirra, sem höfðu sýnt þelm svo einstæða gestrisnl og gert þelm ferðina ógleymanlega. Sveinn Sæmundsson.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.