Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Síða 52

Æskan - 01.12.1972, Síða 52
Jólaþulan, sem ég sendi ykkur lag við núna, er eftir Ólöfu Jónsdóttur, vlnsælan barna- og unglingabókarithöfund, sem mörg ykkar kannast við. Kannski hafið þið lesið bækur hennar, sem heita: Glaðir dagar, Dularfulll njósnarinn, Hestastrákarnir og dvergurinn, Gunni og Palli í Texas. — Eða þiS hafið líka heyrt hana lesa sögur sfnar I útvarp. Björgvin, sonur Ólafar, er læknir í Svíbjóð. í haust fór Ólöf þangað, og ég bað hana að taka smá viðtal við barnabörnin sín. Þau höfðu þá átt heima í Sundsvall í Svíbjóð í u. b- b- eltt ár. Fyrst talar hún við Bryndisi Ólöfu Lilju Björgvinsdóttur, 6 ára. Ólöf: — Finnst þér gaman að eiga heima hér? Bryndís: — Já, já. Ólöf: — Og hvernig gengur þér að skilja og tala sænskuna? Bryndís: — Ágætlega. Ólöf: — Nú ertu byrjuð í skóla, — finnst þér gaman að fara í skólann? Bryndís: — Já, já. Ólöf: — Þú skilur alveg sænskuna, er það ekkl? Bryndís: — Jú, jú. Ólöf: — Vildirðu nú samt ekki heldur eiga heima á íslandi? Bryndís: — Jú, það bætti mér betra. Mig langar að koma aftur heim. Ólöf: — Hlakkarðu til jólanna? Bryndís: — Já. Ólöf: — En af hverju höldum við jól? Bryndís: — Það er af því að Jesús Krlstur fæddist þá. Ég á iitla jötu, sem ég set upp á jólunum. Þar er Jesúbarnið í jötu í fjárhúsinu, sem þaö fæddist í. Þar er mamma Jesú að taka á móti jólagjöfum, sem menn koma með og rétta hennl. Það segir mamma að sé reykelsi og myrra... Það er óskapiega bjart í kringum fjárhúsið af stjörnunni, sem skín svo skært þarna hjá belm. Ólöf: — En hvar fæddist hann? Bryndís: — Einhvers staðar langt í burtu. Ólöf: — Manstu, hvað borgin heitir? Bryndís: — Já, Betlihem. Ólöf: — Segðu mér nú að lokum, hvað þú vilt segja við börnln á Islandi. Bryndís: — Ég bið að heilsa öllum vinum mínum, og segi gleði- leg jól við alla. Og nú spjallar Ólöf við sonarson sinn 8 ára gamlan, og hann heltir Kolbeinn Björgvinsson. Kolbeinn og Bryndís ásamt ömmum sínum Lilju og Ólöfu, Þórhildi mömmu sinni og Jónasi afa. Koibeinn, Bryndís og kisan þeirra í sólinni f Svíþjóð. Ólöf: — Kolbeinn, hvernig finnst þér að eiga heima hér I Sundsvall? Kolbeinn: — Ég kann nokkuð vel við mig. Ólöf: — Þekkirðu marga drengi? Kolbeinn: — Já, nokkra. Ólöf: — Þú ert byrjaður í skóla? Kolbeinn: — Já. Ólöf: — Hvernig líkar þér þar? Kolbeinn: — Ágætlega. Ólöf: — Hefur þú góðan kennara? Kolbeinn: — Já, góðan kennara, sem er kona. Ólöf: — Hvað lærirðu? Kolbeinn: — Lestur, skrift, reikning. Ólöf: — Fannst þér ieiðinlegt að þurfa að fara frá íslandi? Kolbeinn: — Já, mér fannst leiðinlegt að þurfa að fara. island er bezta land í heimi. Ólöf: — Hér í Svíþjóð er mikill snjór á veturna og frost hörð, er það ekki? Kolbeinn: — Jú. Það eru hlý sumur, en mikill snjór og kuldi á veturna. Þá fer ég á skíði, það er svo gaman, og stundum á sunnudögum förum við öll, mamma, pabbi og systir mín, á skíði. Það er ofsalega gaman. Það er svo stutt að fara. Bara hér upp í bröttu brekkurnar fyrir ofan. Og Kolbeinn bendir upp i snarbrattar hlíðarnar. Ólöf: — Þú ert mikill dýravinur, veit ég. Kolbeinn: — Ég á tvær mýs, og önnur fæddi tíu unga um daginn. Mamman hugsar ógurlega vei um litlu börnin sín. Og ég passa, að hún hafi nógan mat og nóg að drekka, og að búrið sé hreint. Svo á ég tvo kanarífugla, sem eru mjög skemmtilegir, syngja og baða sig og borða vel. Ég á lika stóran hund, sem heitir Cassíus. Hann er af Labradorkyni. Hann var í hundaskóla í sumar, og bráðum kemur hann heim. Þá hlakka ég tii. Dýrin eru svo dásamleg. Það ættu öll börn að hafa dýr til að hugsa um. Ólöf: — En hvað segirðu um jólin. Hlakkarðu til þeirra? Kolbeinn: — Já, það geri ég. Þá fæ ég jólapakka frá íslandi, frá öfum og ömmum. — Samt vildi ég heldur eiga heima á ls- landi um jólin. Ólöf: — Þú veizt af hverju við höldum jólin? Kolbeinn: — Af því að þá fæddlst Jesús. Það er afmælið hans, og hann er betri en allir aðrir. Ólöf: — Hvað viltu segja að lokum? Kolbeinn: — Að ég óska öllum fslenzkum börnum gleðilegra jóla. Ég þakka Ólöfu og börnunum. Svo sendi ég þeim og öllum íslenzkum börnum, sem dveljast erlendis, svo og iandsmönnum öllum, beztu óskir um GLEÐILEG JÓL INGIBJÖRG. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.