Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 54

Æskan - 01.12.1972, Side 54
Bréfið frá mömmu - beztu meðmæli hans Jóhannes var 15 ára. Hann langaði gjarna til þess að fá vinnu i skrlfstofu lögfræðings nokkurs. Hann hafði auglýst eftlr pllti á skrifstofuna. Jóhannes var reyndar f miklum vafa um, að hann hefði möguleika til þess að fá stöðuna, þar sem hann var ókunnugur I bænum. Auk þess hafðl hann engin meðmæli. Engu að slður langaði hann til þess að reyna. , Áður en hann lagði af stað að heiman, burstaðl hann föt sin og reyndi að llta eins vel út og mögulegt var. Þegar röðin kom að honum að fara inn til lögfræðlngslns, gekk hann kurteislega inn með húfuna I hendinni. Hvöss augu lögfræðingsins rannsökuðu Jóhannes frá hvirfli til ilja. „Faliegt andlit og góð framkoma," hugsaði lögfræðlng- urinn og lagði nokkrar spurnlngar fyrlr Jóhannes. „Einmitt," sagði lögfræðingurinn og hélt áfram: „Leyf mér að sjá skriftina þina." Og Jóhannes tók penna og ritaði nafnið sitt. „Ágætt. — Þetta er auðveit að lesa og engar óþarfar „krúsidúllur". En hver eru svo meðmæli þin?" Nú kom einmitt spurningln, sem Jóhannes hafðl kvlðið mest fyrir. Nú hlaut öll von að vera útl. „Ég hef engin meðmæli. Ég er alveg ókunnugur hér." „Ég get ekki ráðið pilt, sem hefur engin meðmæll," svar- aði lögfræðingurinn nokkuð fastmæltur. „Ég hef að visu ekki meðmæli," stamaðl Jóhannes, „en ég er hérna með bréf frá móður minni, sem mér var að berast rétt i þessu. Þér vilduð ef til viil lesa það." Lögfræðingurinn tók bréfið og las: „Elsku Jóhannes. Þú seglr I bréfi þfnu, að þú hafir sótt um atvinnu. Mig langar þá enn einu slnnl að minna þig á, að hvar sem þú verður og hver sem atvlnna þín er, skaltu lita á hana, sem þina eigin. Þú hefur verið góður sonur, og ég get ságt með sannl, að þú hefur aldrei verið eigingjarn og reynt að hlifa þér. Ef þú verður eins duglegur i vinnu hjá öðrum, er ég viss um, að Guð mun veita þér mikla blessun." „Humm!" sagði lögfræðlngurinn og las bréfið aftur. „Þetta er ágætt ráð. Ég held, að ég ráði þlg til reynslu, þó að þú haflr engin meðmæli." Jóhannes fékk stöðuna. Allt gekk að óskum. Og sfðan hefur Jóhannes alltaf sagt, að beztu meðmæli, sem hann hafl nokkru sinnl fengið, væru góð ráð mömmu hans og bréfið, sem hún skrifaði honum. Þýtt úr norsku, Þórir S. Guðbergsson. C Ég sé ykkur, sé ykkur G7 C broshýr á brá F G7 í borg og í sveitum, D7 G-G7 stór og smá, F C börnin svo leikandi F C glöð og góð F C með gjafir, sem fylla G7 C dýran sjóð. C Þið kveikið á litlum G7 C kertisstúf F G7 og komið með Ijósin D7 G-G7 stillt og prúð ^óúaþuÚa Texti: ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Lag: INGIBJÖRG ÞORBERGS F C. þangað, sem myrkur F c í mannheimi býr, F C og myrkrið ykkur G7 C á burtu flýr. C Já, kveikið þið Ijósin G7 C og komið þar, F G7 sem kalt og dimmt D7 G-G7 og tómlegt var. F c Réttið þeim hönd, F C sem þrautir þjá, F C þerrið tárin G7 C af votri brá. C Munið hann, sem G7 C byrði ber. F G7 Já, blessið allt líf D7 G-G7 á jörðu hér. F C Verið þið öllu F C hin síblíða sól. F C Svona’ er að eiga G7 C gleðileg jól.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.