Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 56

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 56
D’Arnot var mjög hnugginn, því að honum þótti veru- lega vænt um Tarzan.| Vinátta þessara manna, sem alizt höfðu uþp við svo ólík skilýrði, hafði aukizt með meiri kynningu, og báðir höfðu þeir sömu áhugamálin, en ólíkar lífsskoðanir. Þeir skildu hvor annan og hvor þeirra um sig var hreykinn af kunningsskapnum við hinn. Tarzan apabróðir var að hugsa um liðna tímann, og hann minntist þeirra gæfu- og gleðistunda, er hann hafði lifað í skóginum. Hann minntist óteljandi stunda æsku- daga sinna, er hann hafði eytt við borð föður síns í kof- anum við ströndina, rýnandi ofan í einhverja mynda- bókina, þar sem hann lærði undirstöðu þess að skilja prentað mál manna löngu áður en hann hafði heyrt einn einasta hljóm mannlegrar raddar. Ánægjubros lék um varir hans, er hugur hans kom að þeim dögum, sem hann hafði dvalið einn í skóginum með Jane Porter. Allt í einu hrökk hann upp úr hugsunum sínum við það, að vagninn nam staðar. Þeir voru komnir á ákvörð- unarstaðinn. Tarzan áttaði sig á því, sem var í aðsigi. Hann vissi, að hann var dauðans matur, en hann óttaðist ekki dauðann. Dauðinn er þeim hversdagslegur, sem alizt hefur upp í frumskógi. Fyrsta lögmál náttúrunnar kennir þeim að berjast á allan hátt fyrir lífinu, en það kennir þeim líka, að óttast ekki dauðann. Tarzan og d’Arnot urðu fyrri til hólmgöngunnar. Augnabliki siðar komu greifinn, Flaubert og þriðji maður, sem var kynntur fyrir þeim sem læknir. Flaubert og d'Arnot athuguðu nú allar aðstæður og grandskoðuðu báð- ar skammbyssurnar. Þeir Tarzan og greifinn skyldu snúa bökum saman. Er merki var gefið áttu þeir að ganga í gagnstæðar áttir með handleggi niður með síðum. Þegar þeir höfðu gengið tíu skref, átti d’Arnot að gefa loka- merkið. Þá skyldu þeir snúa sér við og skjóta, unz annar- hvor féll eða hvor um sig hafði skotið tíu skotum. Meðan Flaubert mælti fram reglurnar, tók Tarzan vindling úr veski sínu og kveikti í honum, Greifinn var ímynd ró- lyndisins — var hann ekki bezta skytta Frakklands „Eruð þið alveg til?“ spurði Flaubert. „Alveg,” sagði greifinn, og Tarzan kinkaði kolli. Flaubert gaf þá merki. Þeir d’Arnot og hann gengu lítið eitt til hliðar, til þess að vera ekki í skotlínunni. — Sex, sjö, átta, það voru tár f augum d’Arnots. Hann elskaði Tarzan innilega. Níu! og svo gaf veslings foringinn merk- ið, sem hann hataði svo mjög að gefa: Tiul Greifinn sneri sér snöggt við og skaut. Tarzan kipptist ögn við. Skammbyssa hans hékk enn við belti hans. Greif- inn hikaði, eins og hann biði þess, að andstæðingur hans félli til jarðar. Frakkinn var of æfð skytta til þess að hann missti marks. Tarzan reyndi ekki enn að miða byssu sinni. Greifinn skaut aftur, en framferði apamannsins — hið algera skeytingarleysi um það, er fram fór, og kæru- leysið, sem lýsti sér í öllu framferði þessa trölls, truflaði beztu skyttu Frakklands. í þetta sinn hrökk Tarzan ekki við, en þó vissi greifinn, að hann hafði hæft aftur. Allt í einu datt greifanum í hug skýring á þessu. And- stæðingur hans hætti rólegur á það, að hann mundi ekki hljóta neitt hættulegt sár af þremur skotum greifans. Svo ætlaði hann að skjóta greifann hægt og rólega með köldu blóði. Kalt vatn rann honum milli skinns og hörunds. Það var hryllilegt — hvers konar háttalag var þetta að standa teinréttur með tvær kúlur í skrokknum og bíða þeirrar þriðju? Greifinn af Coude miðaði því vandlega í þriðja sinn, en hann var orðinn of æstur og missti því marksins. 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.