Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 67

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 67
Vandið ykkur við að leggja á jólaborðið. Diskur til saman og komið því smekklega fyrir. Leggið framburðaráhöld- in hjá réttunum eða í röð til hægri hliðar við disk húsmóð- urinnar. Framburðardiskur með mundlín er látinn til vinstri. Komið blómum, kertum og öðru borðskrauti smekklega fyrir. Setjið salt, pipar og vatnskönnu á borðshornið (eða á miili diskanna). Hafið tii taks borðmottur undir heitu réttina eða setjið þær strax á borðið. Lagið til stólana. Stóll á að standa við hvern disk. Framreiðsla Aðalreglurnar eru þrjár: Bjóðið frá vinstri. Takið, setjið áhöld og skenkið frá liægri. Gangið ávallt „áfram“ umhverf- is borðið. Að bjóða og rétta Setjið það, sem bera á með aðalréttunum (sósu, kartöflur, grænmeti o. fl.) á borðið hjá þeim, sem fyrst er boðið. Tak- ið lokin af i eldhúsinu. Leggið tvö áhöld hlið við hlið hjá rétt- um, sem á að „rétta“ við borð- ið. Þegar við bjóðum, höfum við fatið á vinstri hendi (og fram- handlegg), haldið upphandlegg að siðunni. Gott er að styðja við vinstri olnboga með hægri hendi. Bjóðum matinn, sem taka á af, frá vinstri hlið. Hald- ið fatinu niður við diskinn. Gangið „áfrarn" og bjóðið einn- ig þeim næsta frá vinstri hlið. Bjóðið húsmóðurinni síðast. Sá, sem fyrst er boðið, tekur fyrstur af því, sem fylgir rétt- unum (sósu, kart.) og sendir síðan föt og skálar áfram sömu leið og boðið er. Berið súpudiskinn á fram- burðardiskinum, sem mundlín er haft á. Húsmóðirin eys upp súpunni. Byrjið að bera á borð og skenkja þeim, sem situr til vinstri handar við húsmóður- ina. Setjið á borðið frá hægri hlið og gangið „áfram“ um- hverfis borðið. Að taka af borðinu Takið fötin fyrst. Takið diska og áhöld frá hægri hlið þannig: a) Haidið fyrsta diskinum á þremur miðfingrum vinstri handar, styðjið við með þumal- fingri og iitla fingri. Haldið hendi og framhaldlegg lárétt. b) Leggið siðan öll áhöldin ofan á þennan disk, stingið hnífunum þversum undir gaffl- ana. c) Staflið hinum diskunum á vinstri upphendi, þumalfingur og litla fingur. Tveir unglingar geta gjarnan hjálpazt að við að taka af borðinu. Ber þá annar bakkann, en hinn tekur af borðinu og raðar á bakkann. Borðsiðir Sitjið vel aftur í stólsetunni með báða fætur á gólfinu og beint bak. Haldið höfðinu yfir diskinum á meðan þið borðið, stólröndin á að vera beint und- ir borðbrúninni. Styðjið framhandlegg við borðbrúnina, en setjið aldrei olnbogann á borðið. Haldið handleggjunum að síðunum á meðan þið borðið. Lyftið skeið- inni að munninum, en beygið ekki munninn niður að disk- inum. Haldið á hnífnum í hægri hendi og gafflinum i þeirri vinstri. Gerið ekki kássu úr matnum og skerið ekki allan matinn á diskinum niður í einu, heldur jafnóðum og þið borðið. Borðið hljóðlaust. Haldið munninum lokuðum meðan þið tyggið. Tyggið matinn vel, tal- ið ekki með mat í munninum. Uppþvottur Nauðsynlegt er að gæta ýtr- asta hreinlætis við uppþvott, bæði af heilsufarsástæðum og til þess að maturinn geymist betur. Það er einnig mikilvægt að skola vel burt uppþvottaefnið eftir uppþvottinn. Áhöld. — Við þurfum tvö ilát, annað fyrir heitt vatn með uppþvottaefni, hitt fyrir heitt hreint vatn, til þess að skola úr. Uppþvottabakka eða grind — og þvottabursta. Hreinar diskaþurrkur og áhaldastykki. Undirbúningur. — Takið sam- an matarafganga og setjið úr- ganginn í ruslafötuna. Skolið diskana úr volgu vatni. Raðið glösum og bollum, staflið disk- unum, safnið saman hnífapör- unum og leggið í skál eða könnu (sköftin eiga öll að snúa eins). Hreinsið vaskinn, áður en sjálfur uppþvotturinn byrjar. Uppþvottur — Þvoið glös og glerílát í heitu vatni með upp- þvottaefni, leggið þau niður i heitt skolvatnið. Takið þau upp úr skolvatninu og þurrkið. Þvoið hnífapörin með burst- anum — þrjú til fjögur stykki i einu — skolið þau í heita vatninu og nuddið þau með þurrkunni, þangað til þau eru þurr. Þvoið bolla og diska, skolið i heitu vatni og raðið á upp- þvottabakkann eða þerrið með þurrku. Þvoið, skolið og þurrkið öll áhöld, sem notuð hafa verið. Þurrkið eldhúsáhöldin með áhaldaklútnum. Frágangur. — Þvoið borð, bakka og vask. Þurrkið af flöskunni með uppþvottaefn- inu, sápuskál o. fl. Skolið bursta og klúta i hreinu vatni. Hristið burstana, vindið klút- ana og hengið upp. Aðgætið vel, að borð, vaskur og vatnskrani séu alveg þurr. Áður en það hefur verið gert, er ekki hægt að segja, að uppþvotti sé lokið. Gætið þess að halda klútum og burstum vel hreinum. Æski- legast er, að þeir geti þornað á milli mála, óvíða er meiri hætta á bakteríugróðri en í illa hirtum klútum og burstum i hlýju eldhúsi. Uppþvottavél — er með grindum og körfum fyrir leir- tau og hnífapör. Vatnið spraut- ast yfir áhöldin. Flestar upp- þvottavélar skola, þvo og skola. Sumar gerðir uppþvottavéla þurrka einnig borðbúnaðinn með heitu lofti. Það eina, sem við þurfum að gera, er að fjar- lægja matarúrgang af diskun- um, raða i vélina, setja þvotta- og skoiefni í hana og þrýsta siðan á hnapp. GóSur morgunverður Góður morgunverður inni- heldur mikið af hvítu. Hvítan hrennur hægt í líkamanum, mettar lengi, svo að við verðum ekki sársvöng löngu fyrir há- degisverð. Hvítan veitir þar að auki frumunum næringu til vaxtar og viðhalds. Nauðsynlegt er að taka lýsi á morgnana, sérstak- lega er það áriðandi fyrir börn og unglinga. Hvituauðugur morgunverður getur verið sem hér segir: a) Hafragrautur eða hafra- grjón með mjólk, blóðmör og/ eða gróft brauð með osti og öðru hvíturíku áleggi. b) Gróft brauð með osti, soðnu eggi eða kjötáleggi, með því nægilegt af mjólk. Morgun- verðurinn verður fyrsta flokks, ef við getum haft i honum nýja ávexti eða ávaxtasafa. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.