Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 70

Æskan - 01.12.1972, Side 70
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES Að kveikja Ijós án eldspýtna „Farðu nú Inn í stofu, Óli minn, þú sérð nú líklega, hvað ég hef mikið að gera,“ . sagði mamma um leið og hún ýtti Óla út um dyrnar. Óli vissl svo vel, að jólin voru að koma. Það var ekki svo langt siðan farið var að æfa jólasálmana ( skólanum. „Ég skal hjálpa þér, mamma mín,“ sagði Óli hughreystandi. Svo tók hann utan um hálsinn á mömmu sinni, hann varð að vera góður við hana, þó að hún hefði eng- an tíma. „Já, það er svo sem ágætt, að þú vilt hjálpa mér, en nú finnst mér, að þú verðir að fara inn [ stofu og leika þér svolítið, þá iíður líka tíminn fljótar hjá þér.“ Óli var nú ekkert sérlega ánægður með þetta ráðslag á mömmu. Það var mlklu meira spennandl að sjá, hvað mamma var að gera. Hann fór samt inn í stofu og tók fram litabókina sina og litina. Hann hafði ekki litað mikið, þegar stóri bróðir hans kom inn. „Ertu hér?“ sagði bróðir hans. „Geturðu ekki farið út að leika þér, veðrið er svo gott.“ „En mamma sagði, að ég ætti að vera hér inni í stofu,“ svaraði Óli. Hann skildi það nú ekki almennilega, að hann gæti hvergl verið. „Já, en mamma vissl ekki, að ég þurftl að vera hér inni með svolítið, sem ég er að útbúa, sem þú mátt ekki sjá,“ sagði stóri bróðir. „Má ég þá hvergi vera?“ spurðl Óli. „Auðvitað getur þú verið, þar sem þú vilt, en nú eru jólin svo að segja komin, og allir önnum kafnir við að útbúa jóla- gjafir." Stóri bróðir var eilítið mildari [ máli, hálf aumkaðist yfir Óla, sem alis staðar var fyrir. „Ég verð fljótur, og þá getur þú komið inn. Ég skal kalla [ þig. Þú ættir bara að vita, hvað þú átt að fá í kvöld.“ Þegar Óli heyrðl, að bróðlr hans var að útbúa gjöf handa honum, fann hann, að ráðlegast var að hverfa. Það var bezt að fara út. Hann gat farið í heimsókn til henn- ar Önnu gömlu. Hún hafði alltaf tlma til að tala við hann. Hann fór daglega til hennar, hún sagði honum svo margt skemmtilegt. Þegar Óli kom út, kom Toppur hundur- inn hans og flaðraði upp um hann, þeir voru svo góðir vlnir. Óll kallaðl inn til mömmu sinnar og sagði henni, að hann færi til Önnu gömlu. „Já, hlauptu yfir tll hennar, Óli minn,“ sagði mamma, „þú getur haft með þér nokkrar smákökur handa hennl.“ Já, það var bæði gaman og spennandi að fara með eitthvað gott til hennar Önnu, þvl oftast nær fékk hann bróðurpartinn af þv( sjálfur. Toppur stóð þarna og dillaði rófunni. Hann langaði vist til að bera körfuna, en Óli trúði honum ekki almennilega fyrir því, en gott var að hafa Topp með, þá var hann alltaf svo öruggur. Já, Toppur var góður vinur. Og svo röltu þeir áfram eftir veginum, Óli og Toppur. En hvað var nú þetta? Var þetta ekki ein- hver ókunnugur maður, sem stóð þarna við hliðið. Það fór að fara um Óla, en þá kom Toppur fast upp að honum, eins og hann fyndi það á sér, að nú var Óli svolltið smeykur. Þegar þeir komu að hliðinu, heilsaði Óli og sagði: „Hvar átt þú heima?“ „Ég á hvergi heima,“ svaraði maðurinn heldur stuttlega. „Áttu hvergi helma?“ sagði Óli alveg steinhissa. „Nei,“ svaraði maðurinn. „Færðu þá heldur enga jólagjöf í kvöld?" sagði Óli. „Nei, hvaðan ætti ég að fá gjafir?“ „En þú veizt nú líklega, hvers vegna jólin eru?“ Óli var ákafur, en fékk ekkert svar. „Ég skal segja þér, hvers vegna jól- f--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Kæru skátar. Minar innilegustu jólaóskir sendi óg ykkur öllum, og óska ykkur góðs starfsárs 1973. Ennþá einu sinni vil ég minna ykkur á að senda mór pistil frá starfinu og myndir með, því anriars ætla ég Skátaopnan sendir öllum les- að °Pnan min fari að verða þunn. endum sínum beztu jóla- og nýárskveðjur. 68

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.