Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 76

Æskan - 01.12.1972, Side 76
Ljósm.: Skúli Jón Sigurðarson. Hún var smiðuð 1951 hjá Cessna Aircraft Company, Wichita, Kansas. Raðnúmer: 15720. 2. september 1963 skemmdist flugvélin talsvert i lendingu á Skógasandi. Flugmaðurinn meiddist ekki. 21. nóvember 1963 var flugvélin seld Flugsýn hf. (skr. 15. 5. 64). Hún var þá óflughæf. 16. júnf 1966 var flugvélin orðin flughæf að nýju, og þá voru eigendur hennar þeir Önundur Jóhannsson og Thulin Johansen. 8. september 1966 hvolfdi flugvélinni i flugtaki hjá Bragða- völlum í Hamarsfirði. Hún skemmdist þá allmikið, en flugmaður og farþegi sluppu ómeiddir. Flugvélin var gerð flughæf aftur, og '26. okt. 1967 keypti Magnús Guðjónsson hlut Thulins i flugvélinni. Hún hefur flogið síðan. 3. júni 1969 var flugvélin skráð eign Björns Jenssonar og Stein- þórs Sæmundssonar. 3. nóv. 1970 keyptu Haukur og Örn Helgasynir flugvélina. Hirðarnir eru á leið til fjárhússins. Þrír þeirra sjást greinilega á myndinni. En ef þið leitið betur, getið þið séð tvo til við- bótar, sem teiknarinn hefur falið einhvers staðar í myndinni. CESSNA 140A: Hreyflar: Einn 85 ha. Continental C-85-12. Væng- haf: 10.07 m. Lengd: 6.29 m. Hæð: 1.89 m. Vængflötur: 14.8 rm. Farþegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 460 kg. Hámarksflugtaks- þyngd: 680 kg. Arðfarmur: 40 kg. Farflughraði: 170 km/t. Hámarks- hraði: 225 km/t. Flugdrægi: 775 km. Hámarksflughæð: 4.720 m. 1. flug: 1947. Kapphlaupið Tveir taka þátt i þessum leik, en vitanlega má skipta um leik- endur elns oft og menn vilja. Þátttakendur hafa epli milli hnjánna og jólakort ofan á höfð- Inu. Þeir hafa hendur kross- lagðar á brjóstl sér og snúa bökum saman, þegar leikurinn hefst. — Og svo byrjar kapp- hlaupið kringum stofuborðið. Ef það slys hendir, að annaðhvort eplið eða jólakortið fellur á gólf- Ið, áður en hringferðinni er lok- ið, þá er það hreint tap. Þess vegna er það bezt ,,að flýta sér hægt“, í þessum leik. Þarna stendur fallegt jólatré, og tólf kerti ioga á því. En hvar skyldu jólagjafirnar vera? Þar eru faldar innan í jólatrénu, og nú er þrautin að finna þær. Þær eru alls tólf talsins. 74

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.