Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 77

Æskan - 01.12.1972, Side 77
^JÓakim (jlíændi heHdut jófrin hátídteg óakim von And vissi allt um peninga og vlðskipta- mál, en hann vissi ekki, hvernig á að halda jólin hátíðleg. — Hann gaf engum gjafir, þv( að hann sagðist ekki hafa efni á því. Og hann fékk heldur engar gjafir, því að hann gerði aldrel neitt fyrir ^aðra, og þvl var ástæðulaust að þakka honum fyrlr góð- verkin, og enginn hugsaði vingjarnlega til hans. Hvað átti líka að kaupa handa Jóakim von And, sem var ríkasti maður í veröldinni? Skömmu fyrir jól fór Jóakim [ risastóra bílnum sínum heim til ömmu Andar. Hann vildi kaupa hluta af landareign hennar og reisa þar verksmiðju. Amma Önd var að baka piparkökur, þegar Jóakim kom til hennar. ,,Ertu genginn af göflunum, Jóakim," sagði hún, þegar hún heyrði, hvaða erindi hann átti. ,,Eins og ég ræðl viðskiptamál, þegar ég er að baka til jólanna? Setztu bara niður og bragðaðu á kökunum mínum." Fyrst reiddist Jóakim von And yfir þessum móttökum, en svo áttaði hann sig. Kökurnar voru góðar, og hann fékk þær ókeypis, hvers vegna skyldi hann ekki borða þær og spara með því matarpeningana sína? Amma fylgdi honum út að bílnum og rétti honum böggul um leið og hún lokaði. ,,Ég sá, að þér þóttu piparkökurnar góðar," sagði hún brosandi. „Fáðu .nú deig með þér. Þá geturðu bakað margar kökur." „Ég? Á ég að baka piparkökur? Vitleysa!" sagði gamli ríkisbubbinn og ók til Andabæjar. Honum hefði nú átt að þykja miður, því að viðskiptamálin voru í ólagi, en svo var þó ekki. Bragðið af góðu kökunum hennar ömmu Andar og það, hve húsið hennar var viðkunnanlegt, sagði til sln. Á aðfangadag var Jóakim aleinn heima. Það var hann alltaf, því að hann vildi ekki halda jólln hátíðleg með öðrum. Hann setti rautt' bréf á risastórt borð og byrjaði að telja seðla og mynt. Það gerði hann árlega og skemmtl sér vel. En það leit út fyrir, að honum leiddist það núna. Hann mis- taldi sig hvað eftir annað, geispaði og teygði úr sér og gekk fram og aftur um gólf. Hann langaði til að vera hjá öðru fólki til tilbreytingar. En það höfðu allir svo mlkið að gera um jólin, að hann vissi ekkert við hvern hann átti að tala. Svo mundi hann eftir deiginu, sem amma Önd hafði látið hann fá. Hann flýtti sér inn í eldhús og kveiktl á eldavél- innl. Hann átti ekkert kökukefli, því að heima hjá honum bakaðl enginn kökur, en hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti vel notað flösku. Kökurnar hennar ömmu voru svo fagurlega mótaðar. Sumar voru hjartalagaðar og sumar eins og dúfur eða jóla- sveinshúfur, en slík mót átti Jóakim ekki. Hann átti verk- stæði, þar sem hann bjó til hitt og þetta til að spara pen- ingana, og þar fann hann blikk, sem hann byrjaði að gera úr kökumót. Þetta voru furðuleg kökumót. Á þeim var brún til að móta með kökurnar og botn til að þrýsta mynd á þær, og Jóakim frændi bjó til piparkökur, sem sýndu krónu, túkall, fimm krónur, tíkall og fimmtíu króna pening. Loks bjó hann til köku, sem átti að vera peningapoki. Honum þótti þetta mjög skemmtilegt, og innan skamms var hann búinn að baka allar kökurnar, Hann fór til Andrésar á jóladag. Hann var með fulla krús af piparkökum og sagði öllum til mikillar undrunar, að þetta ætti að borða með kaffinu. Jóakim von And leit stoltur i kringum sig, þegar sezt var við kaffiborðið. Hann leit á Andrés og frændur hans þrjá, Rip, Rap og Rup, ömmu Önd, sem ætlaði að vera um jólin hjá Andrési, og aðra gesti, sem komið höfðu. Öllum þóttu piparkökurnar góðar. Jóakim von And var hrifinn að sjá, þegar allir settust við borðið, en hann varð slfellt óhamingjusamari því meira sem lækkaði í kökuskálunum. „Hvað er að þér, Jóakim?" spurði amma Önd. „Er þér illt?" „Nei, það amar ekkert að mér,“ svaraði Jóakim, „ykkur finnst það kannski hlægilegt, en ég fæ fyrir hjartað i hvert skipti sem ég sé ykkur gleypa I ykkur peningana, þó að þeir séu bara kökur!"

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.