Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Síða 95

Æskan - 01.12.1972, Síða 95
NYR ÞATTUR PÁLL H. EINARSSON; Heimilisdýr Gullhamsturinn (Mesocricetus auratus) Hinn eiginlegi gullhamstur finnst ekki lengur villtur í heiminum í dag, þó svo að hann sé eitt yngsta húsdýr mannsins. Við ræktun hafa fengizt fjölda mörg afbrigði af hinum upprunalega gullhamstri. Hér skulu nefnd nokkur afbrlgði. Fyrst ber að nefna sýrlenzka gullhamsturinn. Sú tegund er forfaðir hinna tegundanna. Hann er gulbrúnn á baki fram á höfuð, en kviður og bringa Ijós. Panda-afbrigðið kom fram árið 1949 við ræktun í Bandaríkjunum. Hann er, eins og nafnið bendir til, að mestu hvítur með brúna bletti viðs vegar á skrokknum. Þá er það „hvítinginn" eða albínó-afbrigðið, sem er alhvítur með rauð eða svört augu. Hann kom fram við ræktun f Bandaríkjun- um árið 1952. Auk fyrrnefndra tegunda finnast fjölmörg afbrigði, sem ekki verða nefnd hér. Saga gullhamstursins Árið 1839 var fyrst farið að tala um gullhamsturinn, þegar G. R. Waterhouse sýndi skinn og hauskúpu af þessu dýri á aðalfundi dýragarðsins í London sama ár. Með hliðsjón af hinum gulbrúna lit gaf Waterhouse honum nafnið, sem hann ber enn í dag. Fyrir utan þetta sýnishorn var heillegra eintak uppstoppað í náttúrugripa- safninu f Beirut í Líbanon. Árið 1880 flutti James Henry Skene, sem í mörg ár var yfirkonsúll í Aleppo, nokkra lifandi guil- hamstra til Edinborgar. Skene hafði veitt þá og alið sjálfur í Sýrlandi. Við heimkomuna gaf hann hluta dýranna til vina. Sfðustu gullhamstrarnir, sem vitað er að lifðu villt- ir, fundust árið 1930 nálægt Aleppo f Sýrlandi. Var það kvendýr með 12 unga. Af þessari fjölskyldu eru komnlr þeir gull- hamstrar, sem nú eru algeng húsdýr f vest- rænum löndum. Til Bandaríkjanna kom gullhamsturinn árið 1938, en til Þýzkalands rétt eftir síðara stríð. MeShöndlun Góð stærð á búri- fyrir eitt dýr er 40x30 cm. í búrinu á að vera hamsturshjól. Á botni og í hreiðri (nú orðið eru innréttuð hreiður í búrin) á að vera vænt lag af sagi. Flestir nota gróft sag, en mér persónulega finnst fínt sag taka betur af lykt. Skipta skal um sag á viku fresti og vatn daglega. Sé um ungdýr (undir 3 mánaða) að ræða, er betra að blanda mjólk til helminga f drykkj- arvatnið. En smáminnka hana með aldrin- um. Fullorðið verður dýrið 3ja mánaða, og þá er bezt að hætta alveg að blanda mjólk f vatnið til að fyrirbyggja offitu. Þeir éta hamstursfóður, sem fæst f fuglabúðum. Einnig er gott að gefa þeim hrátt kjöt, eina teskeið einu sinni f viku MINNSTA HJÓL í HEIMI 82 ára hjólasmiður f Englandi, Alfred Tobb, hefur smíðað sér minnsta hjól í heimi. Hjól hans er 27 cm á lengd. Hjólasmiðurinn hefur oft áður leikið það að smíða lítil hjól, og fyrir 35 árum vann hann verðlaun á litlu hjóli f hjól- reiðakeppni. Á þessu nýja hjóli hefur engum tekizt að hjóla — nema honum sjálfum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.