Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 31
un, skráningu skipa, lögskráningu sjómanna og afskráningu, gefa út fiskveiðiskírteini, haffærisskírteini, skipstjóraskírteini, stýrimanna- skírteini og vélstjóraskírteini, sveinsbréf og meistarabréf, veitinga- leyfi, leyfi til fasteignasölu og verslunarleyfi. Þeir eru umboðsmenn Tryggingastofnunar ríkisins, hver í sinni sýslu. Dómgæsla Sýslumenn fara með og stjórna rannsókn sakamála, bæði sem lög- reglustjórar og dómarar, að því leyti sem dómsrannsókn fer fram fyrir málshöfðun, eftir gildistöku lága 107/1976 um breytingu á lögum 74/1974 um meðferð opinberra mála, sbr. 74. gr. þeirra laga og lög 108/1976 um rannsóknarlögreglu ríkisins. Sýslumenn geta svipt menn ökuleyfi til bráðabirgða; þeir hafa með höndum sektargerðir lögreglu- stjóra skv. 112. gr. lága 74/1974 og hafa yfirstjórn á sektargerðum lögreglumanna. Þeir annast fullnustu refsinga að því leyti sem þau störf fara ekki fram í dómsmálaráðuneytinu, þar á meðal annast þeir innheimtu sekta. Þar sem fangahús eru fara sýslumenn að jafnaði með umsjón þeirra. Sýslumenn eru hinir almennu héraðsdómarar utan Reykjavíkur og fara með og dæma jafnt sakamál sem einkamál, einir eða með með- dómendum. Þeir eru vitnadómarar og dómkveðja matsmenn og skoð- unarmenn, stýra sjóprófum o.s.frv. Þeir annast fógetagerðir, búskipti, uppboð og þinglýsirigar. I sumum umdæmum eru fleiri dómarar en sýslumenn, svonefndir héraðsdómarar, en þá eru sýslumenn forstöðu- menn dómsins. Flestir sýslumenn hafa fulltrúa sem aðallega annast dómsstörf undir verkstjórn sýslumanna. Þegar sýslumenn fara með dómsstörf eru þeir, eins og aðrir dómendur, sjálfstæðir valdhafar og lúta ekki skipunarvaldi ráðherra. Héraðsstjórn Sýslumenn eru oddvitar og framkvæmdastj órar sýslunefnda, sem m.a. hafa haft eftirlit með hreppsnefndum og úrskurðað um ágreining varðandi stjórnsýslu hreppanna, fara með margvísleg verkefni á sviði landbúnaðarmála, ákveða um lagningu og viðhald sýsluvega, reka skóla, sjúkrahús, bókasöfn o.s.frv. Þegar deila kemur upp milli sveitarfélaga um framfærsluskyldu, sker sýslumaður úr með sveitfestisúrskurði, 76. gr. laga 80/1947. Sýslumenn hafa umsjón með störfum sveitarstjórna að eyðingu refa og minka. 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.