Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 76

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 76
eiginleika framleiðsluvöru. Hér er einkum um að ræða tvo málaflokka, annars vegar bótamál vegna krabbameins, er rakið varð til lyfs, sem mæður sjúklinganna höfðu tekið, er þær gerigu með stúlkubörn þau, sem síðar sýktust, en hins vegar bótamál vegna lungnasjúkdóma af völdum asbestagna úr einangrunarefnum. Skilyrði svo víðtækrar á- byrgðar eru í stórum dráttum talin vera þau, að sjúkdómur (líkamstjón) hafi hlotist af framleiðsluvöru, sem er eins (samkynja) og vara, er allir stefndu í bótamálinu hafa búið til, að sjúkdómurinn verði rakinn til hönnunargalla og hver hinna stefndu hafi selt vöru, sem haldin er sams konar galla, að ógerlegt sé að sanna, hver hafi búið til vöruna, sem olli tjóninu og að samanlögð markaðshlutdeild allra stefndu í mál- inu séu veruleg, þegar litið er á heildarsölu hinnar hættulegu (gölluðu) vörutegundar á því svæði og þeim tíma, sem um ræðir. Þessi sj ónarmið hafa verið lögð til grundvallar, þó að með öllu sé ósannað, hver seldi eða bjó til vöruna, sem orsakaði tjónið, og jafnvel þótt vitað sé, að ein- hverjir aðrir en hinir stefndu hafi einnig selt sams konar skaðvænar vörur á þeim markaði, er gallaði hluturinn var fenginn á. Annars er þróun dómvenju í þessum málaflokki svo skammt komin, að margt er óljóst um skilyrði slíkrar ábyrgðar og eins um, hvernig henni sé að öðru leyti háttað. Þó má ráða af dómum, að óskipt ábyrgð verði ekki dæmd, heldur verði hverjum hinna stefndu gert að greiða tjónþola bætur í réttu hlutfalli við markaðshlutdeild sína (Sjá nánar Prosser & Keeton on Torts. 5. útg. St. Paul 1984, bls. 271-272 og 713-714). Hvernig mætti leysa úr hliðstæðu sakarefni og því, sem nú er til um- ræðu, ef þau sjónarmið, sem nú hafa verið rakin úr bandarískum bóta- rétti, væru lögð til grundvallar ? Þá kæmi til álita að dæma alla stefndu, sem sannanlega hefðu unnið að sprengingum í Mývatnssveit og næsta nágrenni með hvellhettum af sömu gerð og slysahvellhettan, bótaskylda í hlutfalli við magn þeirra hvellhettna, sem þeir hafa haft undir hönd- um á þeim tíma, er hér skiptir máli! Beiting slíkrar „reglu“ myndi líkast til kalla á fleiri spurningar en hún leysti. Hvernig ætti t.d. að sannreyna, hve mikið sprengiefni hver hinna stefndu hafði undir höndum? Við hvaða tíma ætti að miða: eitt, tvö, þrjú eða fleiri ár fyrir slys? Við hve stórt svæði væri hæfilegt að miða? 8. LOKAORÐ Ljóst er, að núgildandi reglur um skaðabætur utan samninga leysa ekki vanda nema sumra þeirra, sem verða fyrir tjóni af völdum slyss. 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.