Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 4
aðra, af því að réttarkerfið í Englandi og Bandaríkjunum er byggt á öðrum grundvallarhugmyndum í mörgum atriðum en það kerfi, sem við höfum fengið frá Dönum, þeir frá Þjóðverjum og þeir aftur um margt frá Frökkum. Og þá er komið að því, sem ræðukeppnin í Stokkhólmi minnti höfund þessara lína á: ís- lenskir lögfræðingar verða að læra vel a.m.k. eitt Norðurlandamál. Ekki skiptir meginmáli, hvort það er danska, norska eða sænska, enda geta flestir háskóla- menn, sem eiga einhverja af þessum tungum að móðurmáli, skilið þær allar. Ef við vanrækjum þessi mál og látum menntaskólakunnáttuna falla í gleymsku, eigum við á hættu að missa tengsl okkar við það réttarkerfi, sem íslensk lög- fræði er hluti af. Við getum þá ekki fylgst með þeirri þróun, sem fræðimenn stuðla að og miðar að því að samhæfa lögfræði og þjóðfélagsbreytingar á Norðurlöndum. Því miður er þetta ekki einfalt mál. Norræn mál tala ekki nema 18 milljónir manna. Við hópinn má bæta með nokkru hiki 5 milljónum Finna. Þessar þjóðir eru að vlsu um margt vel á vegi staddar, en hljóta þó að sækja margt til hinna stóru forystuþjóða í vestrænni menningu samtíðarinnar, en þær tala ýmis mál og enskan nær smám saman sterkari tökum. Alþjóðleg sam- skipti á víðtækum grundvelli fara ekki fram á dönsku, norsku eða sænsku. Enn veldur það vanda, að í daglegum störfum sínum eiga fremur fáir íslenskir lögfræðingar brýn erindi við aðra Norðurlandamenn. Þeir sem tengdir eru verslunarviðskiptum munu til dæmis oftar þurfa að gripa til ensku en dönsku. Þó er það niðurstaða þessara hugleiðinga, að óhjákvæmilegt sé fyrir íslenska lögfræðinga, sem hafa metnað til að halda fræðikunnáttu sinni sæmilega við, að hafa eitt Norðurlandamál annað en móðurmálið á valdi sínu. Ástæða er til að bæta við nokkrum hugleiðingum um skyld efni. Kemur þá fyrst í hug, að móðurmálsþekkingin hjá okkur mörgum er minni en skyldi. Breytingar hafa orðið á íslenskukennslu í framhaldsskólum á síðustu áratug- um, bókmenntalestur hefur verið aukinn, en leiðbeiningar um málfar sýnast ónógar. Þetta er líklega eitt af því sem veldur því, að margir háskólastúdentar skrifa nú slæman texta, ruglingslegan og Ijótan. Að visu fylgist ekki alltaf að innihald og málfar, en varla bætir það skilning lögfræðingsins sjálfs eða skjól- stæðings hans, ef hann hefur ekki tamið sér sæmilega skipulegan stíl. Um almennan undirbúning þeirra, sem leita í lagadeild til náms, hafa und- anfarið verið talsverðar opinberar umræður. Það efni í heild er viðamikið og verður ekki drepið hér á fleiri atriði en varða tungumálin. Málakunnátta er mik- ilvægur hluti almennrar þekkingar, og fyrir fslendinga er hún undirstaða al- mennrar menntunar. Flún er því forsenda þess, að menn geti verið góðir lög- fræðingar, — í þeim hópi, sem vekur, glæðir og verndar „guðsdómseldinn skæra“ „viskunnar helga fjalli á“, svo að gripið sé til orða listaskáldsins góða. Þór Vilhjálmsson 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.