Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 6
þjóð að vinna sigur í þessu máli og færa fiskveiðilögsögu landsins út um 188 mílur. Sama er að segja um hin viðkvæmu varnarmál, sem Einari tókst að stjórna þannig að vel gekk, þótt við ýmsa örðugleika væri að etja. Einar gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Hann var borgarráðsmaður í Reykjavik 1963-1964. Átti sæti í Hafnarstjórn 1962-1971. Sat í stjórn Lands- virkjunar 1971-1980. Var formaður utanrikismálanefndar Alþingis 1978-1979 og formaður öryggismálanefndar 1978-1979. Árið 1980 urðu enn þáttaskil og Einar hætti þátttöku I stjórnmálum. Þá var hann skipaður ambassador íslands í Kaupmannahöfn. Gegndi hann því starfi með ágætum til dauðadags. Einar Ágústsson var glæsilegur maður, fríður sýnum og höfðinglegur. Hann var háttvís og hógvær en fastur fyrir, ef á reyndi. Ljúfmennska hans aflaði hon- um margra vina, m.a. í öllum stjórnmálaflokkum. Hann hafði óvenjulegt að- dráttarafl og kom það best í Ijós í velgengni hans í kosningum. Það varð hlutskipti Einars Ágústssonar að rækja mörg hin þýðingarmestu störf þjóð- ar sinnar. Mun það samdóma álit manna, að hann hafi í hvfvetna unnið þjóð sinni vel og dyggilega. Einar var mikill hamingjumaður í einkalífi. Hann giftist 7. október 1948 mik- ilhæfri og glæsilegri konu, Þórunni Sigurðardóttur Þorsteinssonar, hafnar- gjaldkera f Reykjavfk. Sambúð þeirra var mjög farsæl og áttu þau glæsilegt heimili. Þau eignuðust fjögur börn, en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa dóttur sína í bifreiðarslysi árið 1970. Einar slasaðist mikið, en náði þó heilsu á ný. Þessi atburður reyndi mjög á þau hjónin, en styrk skaphöfn ásamt góðri greind gerði þeim kleift að starfa áfram að hinum þýðingarmestu málum. Öllum ástvinum Einars flyt ég samúðarkveðjur okkar hjóna ásamt hlýjum kveðjum íslenskra lögfræðinga. Tómas Árnason 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.