Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 11
að í 36. gr. er talað um heimildir dómstóla til þess að „víkja til hliðar eða breyta“ ósanngjörnum samningum, en í flestum þeim sérlagaá- kvæðum, sem numin voru úr gildi með lögum nr. H/198610) og veittu dómstólum heimildir til þess að lýsa samninga óskuldbindandi, var ýmist notað orðalagið „að ógilda“ eða „meta ógildan.“ Að þessari orðalags- notkun 36. gr. er vikið í greinargerðinni með breytingalögunum,* 11) og segir þar, að almennt hafi verið við það miðað í norrænni lögfræði, að það loforð sé gilt, sem veiti móttakanda þess rétt til efnda samkvæmt aðalefni samnings (efnda in natura) eða til efndabóta. Ógilt sé þá það loforð, sem hvorki veiti rétt til efnda in natura né til hinna svokölluðu efndabóta. Þar sem regla 36. gr. veiti dómstólum m.a. heimild til þess að lýsa óskuldbindandi löggerninga, sem í upphafi voru gildir og allt fram að ákveðnu tímamarki, þar til á annan aðilann fór að halla vegna atvika, sem upp komu eftir gerð samnings, þyki ekki alls kostar heppi- legt að tala um heimild til þess að ógilda samninga, og því sé lagt til að notað verði orðalagið „að víkja til hliðar.“ Fram kemur í greinar- gerðinni, að með þessu orðalagi er ekki verið að þrengja þær heimildir, sem dómstólar höfðu fyrir gildistöku laga nr. 11/1986.12) Á hinn bóg- inn er ekkert því til fyrirstöðu að nota orðið ógildingu sem samheiti þeirra réttarúrræða, sem unnt er að beita með heimild í 36. gr. samn- ingalaganna, og verður svo gert í grein þessari.13) 3.0. HELSTU EFNISBREYTINGAR, SEM REGLA 36. GR. SAMNINGALAGANNA HEFUR I FÖR MEÐ SÉR. Hér skal í stuttu máli getið þeirra helstu efnisbreytinga, sem lög- festing hinnar nýju reglu í 36. gr. samningalaganna hefur í för með sér. I fyrsta lagi er þess að geta, að regla 36. gr. felur í sér almenna heim- ild til þess að ógilda samninga af sanngirnisástæðum. Reglan er almenn í þeim skilningi, að hún tekur til allra samningstegunda á sviði fjár- munaréttar. Heimildin til ógildingar er ekki lengur bundin við ein- stakar samningstegundir og það, hvort sérlög gilda um viðkomandi samningstégund. I öðru lagi felur reglan í sér víðtækari heimildir til að ógilda samninga af sanngirnisástæðum heldur en áður þekktust að því leyti til, að við- miðunarmarkið í almennu reglunni er það, hvort samningur er ósann- 10) Sjá yfirlitið í 7.0. hér á eftir. 11) Greinargerðin á bls. 16-17. 12) Um hugtakið ógildur löggerningur sjá m.a. Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti. Reykjavík 1965 á bls. 24; Henry Ussing, Aftaler, 3. útg., bls. 117-118. 13) Sjá um þetta atriði Kristian Huser, áður tilvitnað rit á bls. 50. 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.