Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 12
gjarn, en viðmiðunarmarkið í eldri heimildum var ýmist það, hvort samningur væri bersýnilega eða augljóslega ósanngjarn. í þessu felst ákveðin tilslökun, þannig að minna þarf til að koma, svo að unnt sé að ógilda löggerninga í skjóli hinnar nýju reglu.14) í þriðja lagi hefur verið lögfest í 36. gr. samningalaganna ógildingar- regla, sem almennt veitir heimild til þess við mat á því, hvort ósann- gjarnt sé að bera samning fyrir sig, að taka tillit til atvika, sem „síðar komu til,“ svo að notað sé orðalag 36. gr., þ.e. atvika, sem urðu eftir gerð samnings. 1 þessu felst veigamesta breytingin, sem setning laga nr. 11/1986 hafði í för með sér. Að þessu leyti er hin nýja regla því mjög frábrugðin öðrum ógildingarreglum í III. kafla samningalaganna, sem byggja á því tímamarki, sem greinir í 38. gr. laganna. Þessi þáttur hinar nýju réglu kemur ekki hvað síst til með að hafa áhrif á efndir langtímasamninga,15) þótt þýðing þess sé ekki einskorðuð við slíka samninga.16) 1 f jórða lagi er með reglunni eytt allri óvissu um tilvist almennrar og víðtækrar ógildingarreglu í íslenskum rétti og jafnframt afnuminn all- ur mismunur milli samningstegunda á sviði fjármunaréttar, þar sem reglan er almenn, eins og áður getur. I fimmta lagi leiðir af lögfestingu reglunnar, að réttarrúrræðum í III. kafla samningalaganna við ógildingu samninga fjölgar.17) í 36. gr. er réttarúrræðunum svo lýst, að þau veiti heimild til þess að víkja samn- ingi til hliðar í heild eða að hluta (ógilda) eða breyta. Athugun á orða- lagi einstakra greina í III. kafla samningalaganna sýnir, að í 28.-30. gr. er talað um, að löggerningar séu ekki skuldbindandi; í 31. gr. (áður 7. gr. okurlaga) er talað um, að gerningur skuli ógildur gagnvart þeim, sem á var hallað; í 32. gr. (áður 31. gr.) er talað um, að gerningur sé ekki (eigi) skuldbindandi; í 33. gr. (áður 32. gr.) segir, að ekki sé unnt að bera gerning fyrir sig, og í 34. gr. (áður 33. gr.) að atvik verði eigi bor- ið fram gegn manni. I 37. gr. var og er talað um, að loforð sé eigi bind- andi, en rétt er að geta þess, að það orðalag hefur Hæstiréttur a.m.k. einu sinni talið fela í sér heimild til þess að breyta samningi, þ.e. Hrd. X. bindi, bls. 365A8) 14) Um þetta atriði sjá nánar Kristian Huser, áður tilvitnað rit á bls. 39 og Stig J0rgensen, áður tilvitnað rit á bls. 24. Sjá og greinargerðina á bls. 18. 15) Sjá Stig J0rgensen, áður tilvitnað rit á bls. 22 og Kristian Huser, áður tilv. rit á bls. 43. 16) Um þýðingu þessarar heintildar sjá nánar greinargerðina á bls. 21. 17) Sjá Kristian Huser, áður tilvitnað rit á bls. 26 og 50 og greinargerðina á bls. 17. 18) í þessu sambandi er rétt að geta þess, að heimildin til þess að breyta samningi er eng- an veginn ný af nálinni í íslenskum rétti, og nægir í því efni að vitna til yfirlitsins yfir réttarúrræði í töflunni í kafla 7.0. 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.