Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 13
1 sjötta lagi er þess að geta, að með réglu 36. gr. hefur verið lögfest ógildingarregla í III. kafla samningalaganna, sem ekki gerir sömu kröfur um hugræna afstöðu löggerningsmóttakandans sem skilyrði ó- gildingar og fram kemur í 38. gr. laganna.19) Þá er og rétt að hafa það í huga, að hin nýja regla tekur samkvæmt hljóðan sinni bæði til ágalla, er varða efni samnings og tilurð, sbr. orðalag 2. mgr. 36. gr. „ ... efnis samnings .. . “ og „ . . . atvika við samningsgerðina .. . “20) Eins og Stig Jorgensen bendir á, 21) er Ijóst, að einvörðungu í undan- tekningartilvikum yrði unnt að telja það ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera samning fyrir sig vegna atvika við samn- ingsgerð, þegar löggerningsmóttakandinn hvorki vissi né mátti vita af atviki því, sem gildi löggerningsins er komið undir. Slíkt sé þó ekki óhugsandi, t.d. þegar löggerningsmóttakandinn hefur fengið vitneskju um atvikið, áður en samningurinn hefur haft áhrif á ráðstafanir hans, og sé þá heimildin til ógildingar skv. þessu örlítið víðtækari en heim- ildir 28.-32. gr., sbr. 38. gr. samnirigalaga. 4.0. EÐLI NYJU REGLUNNAR I 36. GR. Hin nýja ógildingarregla í 36. gr. samningalaganna skírskotar um heimildir til ógildingar bæði til sanngirnismats (sbr. orðalagið „ósann- gjarnt“) og heiðarleika í viðskiptum (sbr. orðalagið „andstætt góðri við- skiptavenju“). Lagaákvæðið sjálft skýrir það hins vegar ekki, hvenær samningar eru ósanngjarnir eða andstæðir góðri viðskiptavenju, og í greinargerðinni segir, að ekki sé hægt að gefa um það almennar reglur eða fyrirmæli, hvenær samnirigur teljist ósanngjarn. Mat í því efni sé falið dómstólum hverju sinni. Við beitingu reglunnar verði dómstólar að leggja til grundvallar almennt sanngimismat eins og þeir telji það vera á hverjum tíma.22) Réttarreglur eins og 36. gr. samningalaganna, sem að verulegu leyti vísa til réttarvitundar manna sem eins konar sanngirnismælikvarða, er dómari verði að hafa stoð af, þegar hann sker úr um það, hvort samn- ingur sé ósanngjarn eða andstæður góðri viðskiptavenju, hafa á ís- lensku verið nefndar vísireglur („legal standard" í bandarískri lögfræði; 19) Sbr. Stig J0rgensen, áður tilvitnað rit á bls. 24. Sjá og hugleiðingar greinargerðarinnar með breytingalögunum um þetta atriði á bls. 10 og 21. 20) Sjá Kristian Huser, sama rit á bls. 35 og 36; Stig J0rgensen, sama rit á bls. 24 og Christi- an Tr0nning, sama rit á bls. 392. 21) Stig J0rgensen, sama rit á bls. 24. 22) Greinargerðin á bls. 18. 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.