Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 21
gernmgurinn kom til vitundar honum. Að því er varðar ákvæðið í 1. mgr. 167. gr. siglingalaganna, er þess að geta, að málshöfðunarheimild skv. 4. mgr. 167. gr. er þrír mánuðir frá gerð samnings. Með ógildingai'reglum almenns eðlis er hér átt við lagareglur, þar sem heimildin til ógildingar er ekki bundin við ákveðin tilgreind atvik, sem löggerningsmóttakanda var kunnugt um, þegar löggerningur kom til vitundar honum. Litið er til þess, hvort samningurinn leiði til (ber- sýnilega) ósanngjarnrar niðurstöðu. Þá er það einkenni þeirra reglna, sem þennan flokk skipa, ef frá er talið ákvæðið í 32. gr. samningalag- anna, að heimildina til ógildingar er að finna í sérlögum um viðkomandi samningstegund og hún bundin við þá tegund eina. Með hliðrunarreglum einstakra laga er átt við lagareglur, sem varða sérstakar samningstegundir (ábúðarsamningar, lóðarleigusamningar, samningar um lausafjárkaup) og veita heimild til þess að leiðrétta eða breyta ósanngjörnum verð- eða endurgjaldsákvæðum í slíkum samn- ingum. 8.0. BAR LAGANAUÐSYN TIL SETNINGAR HINNAR NYJU REGLU? I greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 er vikið að þeirri spurn- ingu, hvort þörf hafi verið fyrir almenna og víðtæka ógildingarreglu í íslenskum rétti vegna viðskiptahátta hérlendis (greinargerðin á bls. 13). Þar er þess getið, að könnun staðlaðra samningsskilmála, sem tíðk- aðir séu í viðskiptum hér á landi um kaup á ýmsum veigameiri neyslu- vörum, sýni, að í þeim sé oft og einatt að finna ákvæði, sem telja verði ósanngjörn í garð kaupandans. Megi þar nefna sem dæmi ákvæði í samningum með afborgunarkjörum, þar sem tekið sé fram, að séu af- borganir ekki greiddar á réttum gjalddögum, falli allt kaupverðið í gjald- daga, og sé seljanda þá heimilt að taka hið selda aftur án þess að end- urgreiða kaupanda nokkuð af kaupverðinu. Segir í greinargerðinni, að ljóst megi vera, að ákvæði sem þetta geti verið afar ósanngjarnt í garð kaupanda, sérstaklega ef verulegur hluti kaupverðsins hafi verið greidd- ur. Þá er þess einnig getið í greinargerðinni, að í kaupsamningum séu mjög tíðkuð stöðluð samningsákvæði um ábyrgð seljanda. Einkenni þessara ákvæða sé það, að þau veiti í fæstum tilvikum kaupanda meiri rétt en hann hafi samkvæmt ákvæðum laga nr. 39/1922, um lausafjár- kaup. Sé í flestum tilvikum um að ræða mjög víðtækar undanþágur af hálfu seljanda frá ábyrgð vegna galla. Ákvæði kaupalaganna séu frá- 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.