Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 24
í mjög takmörkuðu mæli. Er því ekki fullyrðandi, að íslenskir dóm- stólar hefðu talið slíka lögjöfnun tæka. í fræðiskoðunum í Noregi37), Svíþjóð38) og Finnlandi30) var því hreyft, að slík lögjöfnun frá ákvæð- um einstakra sérlaga væri tæk, og var þá einkum vísað til 8. gr. skulda- bréfalaganna í því sambandi. 1 Svíþjóð og Finnlandi40) má finna úr- lausnir dómstóla, þar sem ósanngjörnum samningsákvæðum var vikið til hliðar með lögjöfnun frá 8. gr. skuldabréfalaganna. Danskir41) og norskir42) dómstólar beittu hins vegar ekki slíkri lögjöfnun, og danskir fræðimenn43) voru yfirleitt þeirrar skoðunar, að slík lögjöfnun væri ekki tæk. Áður en leitað verður svara við þeirri spurningu, hvort unnt hafi ver- ið að lögjafna frá ákvæðum sérlaganna, er rétt að geta 2. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1917, sem nokkrum sinnum hefur verið beitt með lögjöfn- un. Samkvæmt 1. gr. lága þessara er hverjum þeim, sem heimilt er að lögum að versla hér á landi, rétt að fá sér útmældar óbyggðar lóðir í kaupstöðum eða löggiltum kauptúnum til verslunar. Sama rétt eiga sjávarútvegsmenn til að fá sér útmældar lóðir í kaupstöðum, kauptún- um og veiðistöðvum til útvegs. Er bæði þeim, er lóðirnar eiga, og öðr- um, er takmörkuð réttindi eiga yfir þeim, skylt að láta af hendi nauð- synlégt land í þessu skyni. Skv. 1. mgr. 2. gr. skal dómkveðja tvo mats- menn, er meta skulu lóðirnar til sölu eða til leigu. 1 2. mgr. 2. gr. sagði síðan, að ef lóð væri tekin til afnota aðeins, væri hvorum aðila rétt að krefjast mats á lóðarleigu að nýju á 10 ára fresti. I athugasemdum með upphaflegu frumvarpi til laganna sagði, að sanngjarnt þætti, að árs- leigu af lóðunum mætti meta á ný á nokkurra ára fresti, þar sem leigu- verð á lóðum gæti verið miklum breytingum háð.44) Af hinum tilvitn- uðu orðum greinargerðarinnar má ráða, að tilgangurinn með ákvæðinu hafi verið sá að veita heimild til þess að leiðrétta verðákvæði í lóðar- 37) Yfirlit ura fræðiskoðanir f Noregi að þessu leyti er að finna í NOU 1979:32 á bls. 19-22. 38) Sjá SOU 1974:83 á bls. 50-69, einkum 50-51. 39) Stig J0rgensen, sama rit á bls. 10. 40) Stig J0rgensen, sama rit á bls. 10 og dómayfirlit í SOU 1974:83 á bls. 53-69. 41) Preben Lyngs0, Formuerettens generalklausuler, Juristen 1974, bls. 493 (498). 42) NOU 1979:32 á bls. 24. 43) Stig J0rgensen, sama rit á bls. 10. Preben Lyngs0 bendir á í Juristen 1974 á bls. 494, að sú fullyrðing J0rgensens, að danskir dómstólar liefðu fyrir lagabreytinguna 1975 ekki haft almenna heimild til þess að víkja ósanngjörnum samningum til hliðar, sé umdeil- anleg og vitnar Lyngs0 einkum til 37. gr. dönsku samningalaganna, eins og hún var fyr- ir breytinguna, og beitingu danskra dómstóla á þeirri grein. 44) Alþingistíðindi A-1917, bls. 487-488. Þar segir: „Jafnframt þykir sanngjarnt, að ársleigu eftir lóðirnar megi meta á ný á nokkurra ára fresti, þar sem verð á leigu á lóðum getur verið háð miklum breytingum." 102

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.