Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 34
Frá því að Ussing ritaði þessi orð hefur mikið vatn til sjávar runnið. Þróunin, sem hann lýsir, hefur haldið áfram og sett mark sitt á löggjöf síðari tíma, m.a. bæði samkeppnislöggjöfina (1. gr. laga nr. 56/1978) og samningaréttarlöggjöfina (nú síðast 36. gr. samningalaganna). Þessi þróun hefur verið nefnd sem dæmi um þá tilhneigingu að líta á samn- ingssambandið fremur sem samstarf en hagsmunabaráttu og samnings- aðilana fremur sem samstarfsaðila en andstæðinga.63) Hafa danskir fræðimenn bent á, að lögfesting reglunnar í 36. gr. samningalaganna hafi orðið til þess að styrkja sjónarmiðið um tillitssemi og sanngirnis- skyldu og þess sé þegar farið að gæta í dönskum dómsúrlausnum. Hef- ur í því sambandi sérstaklega verið nefndur dómur í UFR 1981.300, en í því máli var deilt um rétt annars samningsaðilja til þess að krefjast tiltekinna breytinga á samningi, sem hann var aðili að.64) Krafan urn breytingu var tekin til greina með vísan til reglunnar í 36. gi’. samn- ingalaganna, og hefur dómurinn verið túlkaður svo, að krafan um sann- girni og tillitssemi (loyalitetskrav) nái nú einnig til reglunnar um skuld- bindingargildi samninga. Þetta þýðir m.ö.o., að komi fram ósk frá samn- ingsaðila, byggð á sanngjörnum rökum, um breytingu á þegar gerðum samningi, þurfi synjun gagnaðilja á slíkri breytingu að byggjast á „loyale grunde“.65) Lögfesting hinnar nýju reglu boðar ekki byltingu í samningarétti.66) Nær sanni er að segja, að með lögfestirigu hennar hafi verið náð ákveðn- um áfanga á þeirri þróunarbraut íslenskra ógildingarreglna, sem áður er lýst. Sá áfangi hefur m.a. náðst, að raskist jafnvægið milli skyldna samningsaðilja frá því sem í upphafi var samið, veitir það sjálfstæða heimild til ógildingar. Krafa um ógildingu þarf því ekki lerigur að grundvallast á aðstæðum við gerð samningsins, þar sem reglan veitir heimild til ógildingar með skírskotun til þess eins, að efni samnings sé ósanngjarnt. Þess er áður getið (4.0.), að dómstólum er ætlað þýðirigarmikið hlut- verk við skýringu nýju reglunnar. Leiðir það af eðli hennar. Svigrúm dómstóla við beitingu reglunnar er þó engan veginn ótakmarkað. Hafa verður í huga, að reglan boðar enga byltingu. Hún er áfangi á þróunar- braut, en gengur þó lengra en eldri heimildir gerðu. Þar sem nú þegar er komin töluverð reynsla á beitingu 33. gr. samningalaganna (áður 32. gr.) og einnig nokkur reynsla á beitingu ógildingarreglna þeirra sérlaga, 64) Palle Bo Madsen, UFR 1982, bls. 165 (168). 65) Palle Bo Madsen, UFR 1982, bls. 165 (169). 66) Palle Bo Madsen, Aftalefunktioner, bls. 97. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.