Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 40
arnir eru notaðir sem tilraunadýr. Þar er meira í húfi en svo, að vafa- sömum eða a.m.k. umdeilanlegum hugmyndum sé hrint í framkvæmd án þess að þeir, sem ákvarðanir taka og ábyrgð bera, skyggnist áður vel um gættir. Þá er a.m.k. nauðsynlegt að kanna öll hin helstu rök með og móti framkomnum tillögum, en virða eigi það eitt, sem hvata- menn að breytingunum telja fram tillögum sínum til ágætis. Er þess- um fáu línum mínum ætlað að vera framlag til þess, að svo megi verða, ef svo vildi til, að einhver sá líti á þessi blöð, sem áræði og þrek hefur til að skyggna málið frá ýmsum hliðum og vald til að ráða einhverju um frekari meðferð og afdrif þess. Ég nefndi orðið tilraun í þessu sam- bandi og vissulega er hér fremur stefnt út í óvissuna en oftast áður við lagasetningu á sviði fjármunaréttar. Nú er það bara spurningin, hvort menn vilja gaumgæfa málið og kanna andrök jafnt sem meðrök, áður en látið verður til skarar skríða, eða hvort menn kjósa heldur að fara að dæmi kerlingarinnar í þjóðsögunni, sem vildi sjá hvernig Styrbirni yrði af skyrinu. Frumvarp það til breytingar á samningalögum, sem hér um ræðir, var lagt fram í efri deild Alþingis þann 12. febrúar 1986. (Ed. 260. mál, þingskj. 493). Er hér um stjórnarfrumvarp að ræða, sem samið var á vegum Viðskitparáðuneytis. Ekki er það sérlega stórt í sniðum, ef sentimetramælikvarði reglustrikunnar er á það lagður, og grein- arnar eigi fleiri en tíu talsins, að gildistökuákvæðinu meðtöldu. Við fyrstu sýn er frumvarpið heldur sakleysislegt yfirlitum, enda eru sum ákvæði þess saklaus í hæsta máta og varla annað en formsatriði ein saman. 1 1. gr. þess er m.a. lagt til, að misneytingarákvæðið, sem nú er í 7. gr. 1. 58/1960, verði tekið upp í samningalögin, í óbreyttu formi, og er það í alla staði eðlilegt og sjálfsagt, ef horfið verður að því ráði að afnema öll vaxtaokursákvæði „okurlaganna“, því að misneytingar- ákvæðið, sem eftir stæði, yrði þá að öðrum kosti heldur einmana. Gerir frumvarpið ráð fyrir því, að misneytingarákvæðið verði 31. gr. sml., og síðan eru þar að sjálfsögðu gerðar ráðstafanir til þess, að númer síðari greina sml., þeirra er eigi skulu falla brott, breytist í samræmi við þetta. Lagt er til í frumvarpinu, að 35. og 36. gr. núgild- andi samningalaga falli brott og að jafnframt verði afnumin nokkur ógildingarákvæði í tilteknum sérlögum á fjármunaréttarsviði eða á skyldum sviðum. Má þar einkum nefna 34. gr. 1. 20/1954 um vátrygg- ingarsamninga, 29. gr. 1. 73/1972 (höfundalaga) og 11. gr. 1. 44/1979 um húsaleigusamninga. Get ég raunar fallist á það, að rök séu til þessa — innan sinna marka, — ef hið nýja og víðtæka ógildingarákvæði, sem 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.