Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 46
vægisástæðum“, að minna á þau ummæli í frægum enskum dómi, „að það sé ekki hlutverk dómstóla hans (eða hennar) hátignar að búa til samninga fyrir fólk.“ Nú er mál til komið, að þessu neikvæða tali mínu linni. Hvað sem líða kann skoðunum manna á því, sem hér hefur verið sagt, borið saman við frumvarpið sjálft og röksemdir í greinargerð með því, vonast ég a.m.k. til að hafa vakið athygli á áhugaverðu málefni, sem hlýtur að verðskulda umræður og umfjöllun á vettvangi lögfræðinga. Þótt menn hljóti að greina á um einstök atriði í þessu máli, sem svo mörgum öðrum, hlýt ég að lokum að bera fram þá ósk, að í þeirri umræðu, sem ég vona að verði um frumvarpið (og ekki síður, ef það verður að lögum), gleymist ekki gildi hinnar góðu og gamalkunnu meginreglu um, að menn verði að standa við skuldbindingar sínar, — þ.e. að orð skuli standa.1) 1) Aths. ritstj.: Grein þessi var samin í febrúarmánuði 1986 og birtist hér óbreytt að ósk liöfundar, en umrætt frumvarp varð að lögum nr. 11/1986 og öðlaðist gildi hinn 1. maí sl. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.