Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 49
2. Rétt til vogreks í netlögum getur landeigandi átt, sbr. II. kafla 1. nr. 42/1926, ef verðmæti þess fer ekki fram úr ákveðnu marki. 3. Veiðiréttur. a) Fiskveiðirétt á eigandi sjávarjarðar einn í netlögum sínum, sbr. 2. kap. rekab. Jónsbókar: „Landeigandi á ... veiðar allar í netlögum ok fjörunni," og „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at úsekju.“ Undan tekin er síldar- og ufsaveiði með nót, en af slíkri veiði skal þó gjalda landshlut, sbr. tilsk. 12. febr. 1872, sbr. 1. nr. 4/1936. Þess er rétt að geta hér að skv. 2. kap. rekabálks miðast netlög við ákveðna dýpt,6) þ.e. 20 möskva djúpt selnet. Ekki er víst hver sú dýpt er nákvæmlega, en hún getur ekki verið meiri en 2,9 m.7) Það var fyrst með tilskipun um veiði á Islandi 1849 að sett var reglan um að netlög næðu 60 faðma (115 m) fram af stórstraumsfjörumáli. Óvíst sýnist mér hvort dýptarreglan yrði nú fyrir dómstólum talin gilda um fisk- veiðinetlög. Betra væri til lagasamræmis að lögjafna frá 115 m reglunni í 3. gr. veiðitilskipunarinnar, sbr. einnig 2. gr. 1. nr. 39/1914 og 3. mgr. 4. gr. 1. nr. 33/1966. Sú regla er auk þess auðveldari til eftirbreytni. Þess er að lokum rétt að geta að ákvæðið um dýptarmörk netlaga hefur ekki verið tekið upp í lagasöfn síðari tíma.8) b) Réttur til að veiða fugla og spendýr. Aðalreglan er að landeigandi á einkarétt til veiða á þessum dýrum í netlögum, sbr. 3. gr. vtilsk. 1849 og 3. mgr. 4. gr. 1. nr. 33/1966. Frá þessari reglu eru nokkrar undan- tekningar, bæði til rýmkunar og þrerigingar á rétti landeiganda, sbr. einkum 7., 8., 15. og 16. gr. vtilsk. 1849, 1. nr. 52/1957, 1. nr. 30/1925, 1. nr. 50/1965 og XII. kafla laga nr. 76/1970. c) Réttur til beitutekju í netlögum — þ.e. til töku skeldýra og e.t.v. fleiri dýra9) — tilheyrir landeiganda einum, sbr. 2. gr. 1. nr. 39/1914. BENDA LÖGÁKVEÐIN EINKARÉTTINDI LANDEIGANDA I NETLÖGUM TIL ÞESS AÐ HANN EIGI HAFSVÆÐIÐ? Vissulega eru það „yfirgi'ipsmiklar“ nytjar af netlögum sem eig- anda sjávarjarðar eru heimilaðar í lögum. En er rétt að álykta út frá þeim að beinn eignarréttur eigandans nái til netlaganna? Ég held að svo sé ekki. Fyrir því færi ég þessi rök: 1. Um beinan eignarrétt eiganda sjávarjarðar til netlaga er hvergi mælt í lögum. Ef svo væri, væru lagaákvæðin um tiltekin afmörkuð réttindi landeigandans á þessu svæði óþörf — að mestu eða öllu leyti. 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.