Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 51
látin fylgj a netlögunum. Vera má að menn skilji ekki Jónsbókarákvæðin um veiði allir á einn veg. Það skiptir þó ekki mestu máli, heldur hitt hvernig löggjafinn skildi þau þegar hann tók til við að breyta þeim með veiðitilsk. 1849. 3. 1 greinargerð (ástæðum) fyrir frumvarpi til veiðilaga á Islandi (sem með breytingum varð að veiðitilsk. 1849) skráir nefndin sem frumvarpið samdi m.a. þetta: „Hér er tekin upp grundvallarregla sú, sem verið hefir í gyldi á fs- landi eptir Jónsbókar Ll. b. 7. og 57. kap., að veiðiréttur fylgi jörðunni . . . Til að vernda veiðirétt jarðarábúanda, þótti einnig tilhlýðilegt að banna öðrum veiði á þeim hluta hafs, sem næst liggur landi; þó hélt nefndin að takmarka bæri veiðirétt jarðeiganda þannig, að hann ein- úngis ætti að ná 60 faðma á haf út ... ^11) Hér fer ekkert milli mála. Að áliti nefndarinnar var nauðsynlegt að vernda veiðirétt landeiganda (ábúanda) með því að teygja hann út fyrir landareignina. Eignarrétturinn nær ekki til netlaga. Veiðiréttur í þeim er hugsaður sem viðbót við þann veiðirétt sem menn álitu eðli- legt að fylgdi landareign (sbr. hér á eftir). Svo langt gekk frumvarps- nefndin í að þenja veiðirétt landeiganda út fyrir eignarlandið, að rentu- kamerinu þótti nóg um. Það undrast „að jarðeigandi einn skuli eiga veiði svo lángt á haf út, að veiðiréttur hans eptir þessu nær miklu leingra, enn veiðiréttur jarðeiganda í Danmörku, eptir lögum þeim, sem nú eru þar í gildi [Tilskipun 20. maí 1840], þar sem þó veiðiréttur á fslandi híngað til einganvéginn hefir verið svo reglubundinn sem í Danmörku."12) Sömu niðurstöðu — að eignarréttur landeiganda við sjó nái ekki til netlaga — má raunar lesa út úr veiðitilsk. sjálfri. í 1. gr. segir: „Á ís- landi skulu héðan í frá jarðeigendur einir eiga dýraveiði og fugla .. . “ (um fuglaveiði sjá nú 1. nr. 33/1966). 3. gr. hefst svo: „Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eig- andi veiði á haf út, 60 faðma frá stórstraumsf j örumáli, og eru það net- lög hans.“ Hér (í 3. gr.) hefði að sjálfsögðu nægt að segja sem svo: „Veiði skulu ráða rétt landamerki jarðar hverrar,“ ef menn hefðu litið svo á að netlögin féllu eða skyldu falla undir eignarrétt landeiganda. Sú var skoðun þingmanna á Alþingi 1847 að þeir væru að setja í lög nýja reglu, þegar þeir ákváðu að veiðiréttur skyldi fylgja eignarrétti yfir landi.13) Víst er að á þessum tíma og allt fram á 20. öld voru menn mjög undir áhrifum líberalismans. f honum fólst m.a. að einkaeignar- réttinum skyldi gefið sem mest svigrúm í samfélaginu og trygg vernd. Þetta skyldi m.a. haft í huga þegar athuguð er umfjöllun Alþingis um 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.