Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 52
frumvarp til laga um beitutekju, sem fyrst var lagt fram í efri deild 1905 (sbr. 1. nr. 60/1905 og núgildandi 1. nr. 39/1914). 1 fyrstu gerð frumvarpsins var ráð fyrir því gert, að hver sem hefði heimild til fiskveiða í landhelgi, mætti taka skelfiskbeitu fyrir landi annars manns, og eins þótt í netlögum væri (1. gr.), og skyldi ekki koma gjald fyrir það.14) Þetta ákvæði þótti þingmönnum efri deild- ar ganga of nærri eignarréttinum.15) Ákvæðið var því fellt brott. Að- alefni frumvarpsins (og laganna) eftir þetta var í fyrsta lagi heimild til að setja skelfiskbeituverkfæri (spil) á land annars manns gegn gjaldi (1. gr.) og, í öðru lagi, ákvæði um einkarétt landeiganda til beitu- tekju í netlögum (2. gr.). Viðbrögð þingmanna efri deildar við frumvarpinu gætu hugsanlega bent til þess, að þeir hafi talið beinan eignarrétt eiganda sjávarjarðar ná til netlaga. 1 stuttum umræðum í neðri deild er þó tekinn af allur vafi um þetta. Skúli Thoroddsen segir þá m.a. :16) „Jeg er ekki á sama máli, eins og háttv. þm. V.-lsf. (Jóh. Ól. [Jó- hannes Ólafsson]) ; hann vildi helzt fella frumv., að því er mér skildist; en það er gott, að fá skýr lagaákvæði um rjett landeiganda til beitu- tekju. Eptir núgildandi lögum eru 60 faðmar ekki takmarkið heldur gilda um þetta efni gömul ákvæði í „Jónsbók“, sem víða hafa valdið ágreiningi; það er því gott að fá skýr ákvæði. (Forseti: Veiðilögin frá 1849). Veiðilögin frá 1849 segir forseti, en lögfræðingar eru ekki á þeirri skoðun, að ákvæði þeirra gildi um rjett landeiganda, að því er skelbeituna snertir. (Forseti: Já, þau eiga bara við veiði).“ Að áliti Skúla (og annarra lögfræðinga?) náðu ákvæði veiðitilsk. ekki til skelbeitu. Eðlilega ekki, því að „þau eiga bara við veiði“, en fela ekki í sér beinan eignarrétt landeiganda til netlaga. Forseti tekur undir skilning Skúla, en enginn verður til andmæla. 4. Þó að landeigendum séu með lögum gefin tiltekin réttindi, sem hafa að andlagi landsgæði utan landareigna þeirra, eða þeir hafi öðlast slík réttindi fyrir venjubundna notkun um langan tíma, verður engan veginn af þessu dregin sú ályktun að þeir eigi beinan eignarrétt til þeirra svæða sem réttindin ná til. Ef svo væri, gætu t.a.m. afréttar- eigendur talist eiga beinan eignarrétt að afrétti sínum, af því að þeir eiga þar beitarrétt eftir fornri venju og auk þess veiðirétt í vötnum skv. 5. gr. lax- og silungsveiðilaga nr. 76/1970. En Hæstiréttur hefur ekki fallist á kröfur um þetta, sbr. einkum Hrd. 26. 108 (bls. 114-115); ennfremur: Hrd. 40. 510 og 42. 1137. Sjá og til athugunar Hrd. 52. 182. 130

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.