Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 54
landeigandi hafi verið talinn eiga fjöruna.17) Héraðsdómui'inn rök- styður ekki fullyrðingu sína, nefnir engar heimildir. Hæstiréttur bætir þar ekki um, en helst er svo að skilja að hann fallist á forsendur héraðs- dómsins. Þó víkur hann ekki orði að netlögum, slær aðeins föstum eignarrétti landeigandans, S, að fjörunni. Enn má hér nefna, að þó að rétt væri að landeigandinn ætti fjöruna eins og hún var 1939, verður ekki fallist á að af því leiddi endilega að hann skyldi eignast landaukann. Það liggur að mínu viti nær eðli máls, að hann hefði fallið sveitarfélaginu til, því að það voru einmitt sam- félágslegar framkvæmdir á þess vegum sem ollu því að hann varð til. 3. Réttur til að nýta ýmis náttúrugæði í netlögum sjávar, önnur en þau sem landeigandi á nú einkarétt til, getur hugsanlega verið mikil- vægur. Þar hygg ég að botnsréttindi skipti mestu máli, þ.e. réttur til að nýta jarðefni og orkulindir í og undir sjávarbotni. Til þeirra verð- mæta á landeigandi ekki betri rétt en hver annar þjóðfélágsþegn. Að þessu leyti verða netlögin að teljast til eigendalausra svæða, og um þau gildir að „handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geta í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu“ þeirra, sbr. Hrd. 52. 1584 (1592) og 52. 182 (194). Um vinnslu jarðefna á slíkum svæð- um hefur löggjafinn einmitt sett reglu, kveðið svo á, að ríkið skuli eitt eiga rétt til hennar, sbr. 2. gr. námulaga nr. 24/1973, sbr. 1. gr. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið taki sér sama rétt til jarðhita, sbr. 9. gi'. orkulaga nr. 58/1967. Að endingu má á það líta að einkaréttindi landeiganda í netlögum eru ekki eilífur óumbreytanlegui' réttur. Löggjafinn hefur á valdi sínu að auka við þau eða fella niður, rýmka þau eða þrengja. Annað mál er að í sumum tilvikum kunna einkaréttindi að njóta verndar 67. gr. stjórn- arskrárinnar, en um það verður ekki fjallað hér. Þar er nóg efni í aðra grein. HEIMILDASKRÁ 1) Olafur L<árusson: Eignaréttur I, Rvík 1950, bls. 45 2) Gaukur Jörundsson: Eignaréttur I, 1982-1983, bls. 37 3) I ritgerðinni er stuðst við Jónsbók, út- gáfu Ólafs Halldórssonar 1904. Athuga ber að leturgerð prentsmiðju leyfir ekki að ritað sé tvenns konar ö. 4) Um /isk á boröi sjá 6. kap. rekabálks Jónsbókar 132 5) Sjá um þetta efni Ólaf Lárusson: Eignaréttur I, bls. 86; Einar Arnórsson: Rekalög Jónsbókar, Úlfljótur II. árg., 2. tbl. 6) Sbr. og Grágás I. b„ bls. 125 7) Sbr. Lúðvfk Kristjánsson: íslenskir sjáv- arhættir I, Rvík 1980, bls. 202 -203 og 348 8) I Lagasafni handa alþýðu, I.-VI. bindi, sem Magnús Stephensen og Jón Jens-

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.