Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 61
hrif á það til hvaða lagagteina brot skuli heimfæra eða skipta ekki máli um grófleika brots, sbr. t.d. hrd. 1978, bls. 1002 og hrd. 1983, bls. 135, sbr. einnig hrd. 1976, bls. 810 og hrd. 1974, bls. 481 (484). I annan stað skal skoðuð sú aðstaða þegar dómari telur koma til mála að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en segir í ákæru. Við skýringu 3. mgr. 118. gr. oml. um þetta atriði koma þó fyrst og fremst til athugunar orðin „und- ir sama skilorði,“ en þessi orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að ekki megi dæma eftir öðrum refsiákvæðum en greinir í ákæruskjali nema slík heimfærsla teljist aukaatriði miðað við þá hegðun sem ákært er fyrir. Rökin fyrir þessu eru auðvitað þau sömu og um getur í 5, þ.e. að ella er hætta á því að réttarstaða sakbornings raskist óhæfilega og svo hitt að ákæruvaldið hefur við útgáfu ákæruskjals fellt saksókn í til- teknar skorður (stundum til hagsbóta fyrir ákærða). Ennfremur verð- ur að hafa í huga að skilyrði þess að unnt sé að beita nýjum lagaákvæð- um er það að hégðun þeirri sé lýst í ákæru sem hin nýju lagaákvæði taka til. Þetta mun einmitt sjaldnast vera fyrir hendi ef beita á refsi- ákvæðum sem fela í sér þyngri refsimörk en ákært var eftir. Hvað teljast nú aukaatriði máls með tilliti til refsiákvæða sem ekki eru tiltekin í ákæruskjali samkvæmt framansögðu? 1 fyrsta lagi sýnist unnt að víkja frá ákæru ef það er til hagsbóta fyrir sakborning. Slíkt má oftast verða án áhættu fyrir réttarstöðu sakbornings ef um eðlis- líka verknaði er að ræða. Þessi regla er og staðfest í dómaframkvæmd og kenningum fræðimanna. 1 öðru lagi getur það sama átt við ef brotin eru sambærileg að því er varðar verknaðarlýsingu og refsimörk. Að sjálfsögðu er þá við það miðað að þeim skilyrðum sé fullnægt sem greint var frá hér að ofan. Til stað festingar þessu má m.a. benda á hrd. 1978, bls. 1055 og hrd. 1973, bls. 912 (916). Hins vegar verður ekki talað um aukaatriði ef beitt er strangara refsiákvæði en greint var í ákæruskjali. Skal hér getið nokkurra dóma sem staðfesta það. I hrd. 1963, bls. 390, voru atvik þau að ákært hafði verið fyrir brot á 248. gr. hgl. út af tiltekinni háttsemi. Héraðsdómur taldi að brot varðaði við þá lagagrein og þar að auki við 155. gr. sömu laga. Hins vegar sagði dómurinn að ákærða yrði ekki gerð refsing skv. þeirri grein þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur gegn henni. Þessi niðurstaða var staðfest í hæsta- rétti. í hrd. 1962, bls. 243 (246), var ákært vegna fjársvika tveggja manna í tengslum við viðskipti um fasteignir. Var annar þeirra ákærð- ur fyrir hlutdeild í broti á 248. gr., sbr. 138. gr. hgl. Hæstiréttur taldi að brot ákærða ætti beint undir 248. gr., sbr. 138. gr. hgl., en að þar sem ákært hefði verið fyrir hlutdeild skv. 22. gr. hgl. yrði ekki ákveðin 139

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.