Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 64
reglum er vonast til þess að menn fái upplýsingar sem skipta verulegu máli við ákvörðun þess hvort í verkefni skuli ráðist eða ekki. c) Með samþykktunum og reglunum er séð fyrir því að hæfustu menn séu valdir til þess að sinna verkefnunum. Það er ekki skilyrði að viðkomandi sé kennari við lagadeild, hvað þá heldur fastur kennari við deildina. Hins vegar ber þess að gæta að verkefnin eru unnin í nafni Lagastofnunar. Lagastofnun kýs sérstaka verkefnanefnd til tveggja ára í senn. Verkefnanefndin úthlutar verkefnum, fylgist með því að þau séu unnin á réttum tíma og hefur að öðru leyti umsjón með því að réttum reglum sé fylgt í hvívetna við framkvæmd verkefnis. Verkefnanefnd hefur þegar verið kosin. Hana skipa þrír menn. Formaður nefndarinnar er Stefán M. Stefánsson, en aðrir nefndarmenn eru: Björn Þ. Guðmundsson og Gaukur Jörundsson. Varamaður er Jónatan Þór- mundsson. Nefndarmenn veita allar nánari upplýsingar. Þær eru auk þess veittar á skrifstofu lagadeildar í Lögbergi, í síma 25088 (222). Stefán M. Stefánsson SAMÞYKKTIR FYRIR GERÐARDÓM OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ LAGASTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS. 1. gr. Með samþykktum þessum er leitast við að fullnægja 2. gr. og 5. tl. 3. gr. rgl. um Lagastofnun Háskóla íslands, nr. 190/1974, með því að bjóða fram þá þekkingu sem stofnunin hefur yfir að ráða til að leysa ágreiningsmál, greiða úr réttaróvissu og veita fræðilega þjónustu við löggjafarstörf og lagaframkvæmd. Starfsemi samkvæmt samþykktum þessum fer fram í nafni Lagastofnunar. 2. gr. Á vegum Lagastofnunar skal starfa nefnd, sem ber heitið Verkefnanefnd, til að vinna að þjónustuverkefnum þeim sem nánar er getið um í samþykktum þessum og sérstökum reglum. Þær reglur teljast hluti af samþykktum þessum. 3. gr. [ Verkefnanefnd skal kjósa 3 menn úr hópi fastra kennara lagadeildar. Formaður skal kjörinn sérstaklega. Þá skal kjósa einn varamann. Allir nefndarmenn skulu kjörnir til tveggja ára í senn. Heimilt er að end- urkjósa nefndarmenn, þó ekki lengur en eitt kjörtlmabil til viðbótar hverju sinni. Verkefnanefnd skal kosin á ársfundi Lagastofnunar. Verkefnanefnd starfar skv. heimild í 5. mgr. 5. gr. rgl. nr. 190/1974. 4. gr. Hlutverk Verkefnanefndar er að veita viðtöku beiðnum um gerðardóm og sjá um afgreiðslu þeirra. Verkefnanefnd getur einnig ákveðið að taka önnur þjónustuverkefni til meðferðar og afgreiðslu, t.d. að semja eða veita umsögn um réttarreglur á tilteknu sviði og önnur þau verkefni sem Verkefnanefnd telur að fái best sam- rýmst hlutverki Lagastofnunar. Verkefnanefnd getur hafnað beiðni um gerðardómsmeðferð eða um með- ferð annarra þjónustuverkefna án sérstaks rökstuðnings. 142

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.