Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 67
anlegt úrskurðarvald um fjárhæð þóknunar gagnvart þeim sem vinnur verk- ið. Þeim sem æskir þjónustu við lausn verkefnis skulu veittar upplýsingar um áætlaðan kostnað eftir því sem næst verður komist. Sá sem tekur að sér þjónustuverkefni á vegum Verkefnanefndar getur ekki stofnað til útgjalda vegna framkvæmdar verkefnisins án leyfis Verkefnanefndar nema hann teljist smávægilegur. 3. gr. Verkefnanefnd setur fresti til að Ijúka þjónustuverkefnum. Framhalds- fresti má veita eftir því sem sanngjarnt þykir. Verkefnanefnd getur svipt þá, sem tekið hafa að sér þjónustuverkefni, umboði sínu ef tímafrestir eru ekki haldnir. Verkefnanefnd gerir þá ráðstafanir til að Ijúka verkefninu. NÝ ÚTGÁFA AF LÖGUM OG RÉTTI Komin er út 4. útgáfa af ritinu Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson, fyrrum prófessor og ráðherra. Sigurður Líndal bjó til prentunar, en endurskoðun ein- stakra þátta hafa annast auk hans: Arnljótur Björnsson, Guðrún Erlendsdóttir, Jónatan Þórmundsson, Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Pétur Hafstein og Stefán Már Stefánsson. Ritið hefur verið endurskoðað til samræmis við löggjöfina eins og hún var haustið 1985, en mjög er þó misjafnt, hversu miklum breytingum einstakir kaflar hafa tekið. Sumir hafa algerlega verið endursamdir, aðrir standa óbreytt- ir. Bókin skiptist í þessa þætti: I. Stjórnskipun og stjórnsýsla; II. Réttaraðild og lögræði; III. Sifjaréttindi; IV. Erfðaréttindi og óskipt bú; V. Fjármunaréttindi; VI. Refsivarzla; VII. Dómgæzla og réttarfar. Bókin er rúmar 400 bls. að stærð og hentar vel sem uppsláttarrit. Hún er einkum ætluð almenningi, en bæði laganemar og lögfræðingar geta haft henn- ar mikil og margvísleg not. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.