Réttur - 01.01.1959, Page 136
EINAR OLGEIRSSON:
Aíturgöngur að verki
Utvarpsræða í síðari aljDÍngiskosningunum
1959 flutt 20. október.
Góðir íslendingar!
Það ríður draugur húsi þjóðarinnar í þessmn kosning-
um. Bogesen er að ganga aftur og heimtar að fá allar
stassjónirnar sínar, og allar þær stassjónir, sem alþýðan
hefur byggt síðan hann gafst upp og fór á hausinn. Og
þessi vábeiða ætlast til þess að gráðugt ýlfur hennar
eftir gróða og draugalegt væl hennar út af opinberum
rekstri, láti sem fagnaðarboðskapur frelsisins í eyrum
þeirrar þjóðar, sem Bogesenarnir skildu eftir í atvinnu-
leysi og fátækt með ryðkláfana og manndrápsbollana í
skuldafjötrum Bretans fyrir 20 árum.
Auðvaldið og helstu hagfræðingar þess, allt frá Birgi
Kjaran til Gylfa Þ. Gíslasonar heimta hið óhefta gróða-
skipulag einkaauðvaldsins, „frjálsu verzlunina", innleidda
á Islandi á ný.
Allir kaupránsflokkarnir þrír heimta gengislækkun.
Birgir Kjaran og formaður Verzlunarráðs, heimta að Al-
þingi sé svift öllu valdi til gengisskráningar, það skuli
Seðlabankinn einn fá. Og Gylfi samþykkir nauðsyn
slíkra ráðstafana, en telur aðeins „ekki tímabært" að
opinbera „fyrir“ kosningar, hvernig Alþýðuflokkurinn ætli
að fleygja burt síðustu leifum fornrar stefnu sinnar.
Kaldrifjaðir fulltrúar „einkaframtaksins" heimta eigi
aðeins kauplækkun og kaupbindingu heldur og afhend-
ingu hins opinbera atvinnurekstrar til sín.