Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 54
54
BÉTTUB
aðeins innbyrðis deilur mili einstakra hópa borgarastéttarinnar.
Jaurés gaf þeim svohljóðandi svar: „Það getur verið öreigunum
í hag að koma í veg fyrir að borgarastéttin hafni í siðferðilegri
villimennsku ... Verkalýðurinn getur ekki setið auðum höndum,
hann hlýtur alltaf að vera til staðar þar, sem réttlætið er fótum
troðið.” Menn æptu, að honum hefði verið mútað af gyðingum,
þingmenn hægri flokkanna réðust að honum með barsmíðum,
blöðin lögðu hann í einelti, og í næstu kosningum missti hann
þingsæti sitt; en ekkert gat fengið hann til að efast um að hann
hefði valið rétt: „Dreyfus er saklaus og hlýmr að fá uppreisn
æru". Og sýknun Dreyfusar varð mikill ósigur fyrir gervallt aftur-
haldið.
Jaurés áleit sigur sósíalismans einu trygginguna fyrir fram-
gangi sannmennskra hugsjóna. Hann tilfærir bréf fyrsta bylt-
ingarmannsins, sem bar fram hugsj. „þjóðfélagslegs jafnréttis" á
tímum hinnar sigrandi byltingar borgaranna. Þessi maður, var
Gracchus Bafeuf. Hann tekur dauðadómnum yfir hinum hataða
Foulon með fögnuði, en sá fögnuður er kvíða blandinn:,, ég er
ánægður og hryggur í senn" skrifar hann konu sinni, „margvís-
legar pyndingar, píslarhjól, aflimanir, gálgar, bálkestir, böðlar -—
allt þetta hefur haft slæm áhrif á siðgæðisvitund okkar. I stað
þess að efla menningu okkar hafa stjórnendur landsins gert okk-
ur að villimönnum, því að sjálfir eru þeir villimenn" ... Og
Jaurés bætir sjálfur við: „Ihugið þessi orð, valdamenn vorra tíma,
reynið að vera mannúðlegri í siðum ykkar og lagasetningu, ef
þið viljið að mannúð verði sýnd á stund hinnar óumflýjanlegu
byltingar..." I þessu sambandi beinir hann máli sínu til verka-
manna: „Minnist þess, að árið 1789, þegar lýðurinn •— bæði
borgarar og verkamenn — varð um stund gripinn grimmdaræði
hefndarinnar, þá var það fyrsti kommúnistinn, fyrsti baráttumað-
urinn fyrir frelsun öreiganna, sem skildi hættuna, fann til kvíða
og hryggðar."
Jaurés var í öllu maður — í starfi og lífi. Hann sagði oft, að
sósíalisminn ætti ekkert sameiginlegt hvorki með léttúð né mein-
lætalifnaði. Hann hafði ást á bókmenntum og listum. I æfisögu
Jaurés eftir Marcel Auclair eru tilfærðar ýmsar ahugasemdir um