Réttur - 01.01.1959, Side 133
R É T T U R
133
arf frá undangengnum kynslóðum. Og í öðru lagi hafa menn-
irnir hingað til, þegar þeir endurbættu framleiðslutæki sín,
aðeins hugsað um stundarhagsmuni, en ekki gert sér grein fyr-
ir þeim afleiðingum, sem þetta hafði, þegar til lengdar lét.
En hvernig gerast þá þær breytingar, sem verða, þegar skipt
er um framleiðsluafstæður? Geta þær gerzt friðsamlega, eða
hafa þær átök í för með sér? Marxisminn er þeirrar skoðunar,
að þær gerist aðeins fyrir tilverknað stéttabaráttunnar. En það,
sem greinir stéttirnar í sundur, er afstaða þeirra til framleiðslu-
tækjanna, hvort þær eiga þau eða ekki, hvort þær arðræna eða
eru arðrændar. Stéttirnar eru þannig til orðnar á grundvelli
framleiðsluháttanna. I frumkommúnistísku þjóðfélagi voru eng-
ar stéttir, þær urðu ekki til fyrr en það fór að leysast upp, og
þá hafði hin nýja yfirstétt frumkvæði um að afnema það með
öllu. Og í öllum þjóðfélögum byggðum á einkaeign hafa nkapazt
stéttir, sem höfðu hag af að viðhalda ríkjandi skipulagi. Þróun-
in frá lénsskipulagi til kapítalisma gerðist með baráttu borg-
arastéttarinnar gegn aðlinum, og á sama hátt er það barátta
verkalýðsins gegn borgarastéttinni, sem ryður veginn til sósíal-
ismans.
Eg minntist áðan á kenningar hughyggjunnar um „nýjar
hugsanir" sem ráðandi afl í söguþróuninni. Nú er rétt að athuga
hvað marxisminn hefur um þetta að segja. Sem efnishyggja
hlýtur hann að skýra hugmyndir manna út frá því umhverfi,
sem þeir búa við. Og af framansögðu er Ijóst, hvað það þýðir.
Þær hugmyndir, stjórnmálalegar, trúarlegar, heimspekilegar
o.s.frv., sem ríkjandi eru í hverju þjóðfélagi, ákvarðast þá í
stórum dráttum af atvinnugrundvelli þess. Og þá er ennfremur
Ijóst, að allar hugmyndir þjóna ákveðinni stétt: þær eru annað
hvort vörn fyrir hið gamla skipulag eða þær tilheyra beirri
stétt, sem kölluð er til að afnema það. Hugmyndaheimur mann-
anna er, eins og það oft er orðað, yfirbyggingin á hinum efna-
hagslega grundvelli, og hlýtur því að breytast með Iionum.
Það er mjög algengt, að þetta atriði í kenningum marxism-
ans sé rangfært af andstæðingum hans. Að vísu hefur það stund-
um komið fyrir, að marxistar hafi túlkað það full einstrengings-