Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 126
JÓHANN PÁLL ÁRNASON:
Díalektísk eínishyggja
Efnishyggja og hughyggja eru andstæðar heimsskoðanir, tvö
ósættanleg skaut heimspekilegrar hugsunar. En hvað merkingu
þeirra snertir, gætir hversdagslega hins mesta hugtakaruglings,
því að oft er talið, að ágreiningur þeirra sé fyrst og fremst sið-
ferðilegs eðlis. Hughyggjan er þá túlkuð sem forsenda alls
siðgæðis og göfugra hugsjóna, en efnishyggjan talin hafa í för
með sér spillingu og sérgæðishátt. Þetta er svo fjarri sanni sem
mest má verða, og hið gagnstæða raunar býsna algengt. En
allt um það má Ijóst verða, ef athuguð er saga heimspekinnar,
að ágreiningurinn er ekki siðfræðilegur, heldur þekkingarfræði-
legur. Efnishyggjan telur sem sé, að efnisheimur sá, sem vér
kynnumst í daglegri reynslu sé raunverulegur og upphaflegur,
þ.e.a.s. 1) að tilvera hans sé óháð vitund okkar, og 2) að það,
sem við köllum anda, sé aðeins starfsemi efnis á háu þróunar-
stigi (þ.e.a.s. mannsheilans): Gagnstætt þessu álítur hughyggj-
an, að efnisheimurinn sé að meira eða minna leyti blekking, að-
eins umbreyting hins eina sanna veruleika, sem sé í eðli sínu
andlegjur. Þessi skoðun getur komið fram á tvennan hátt.
„Subjektiv” hughyggja eða sjálfveru-hughyggja gerir ráð fyrir
því, að „efnisheimurinn'' sé aðeins kerfi skynjana eða hug-
mynda í okkar eigin vitund, sem sagt aðeins ímyndun; þó er
nú orðið sjaldgæft að þetta sé sett fram svona grímulaust. Hin
„objektiva'' eða hlutlæga hughyggja fer aðra leið: fvrir henni
er heimurinn ekki ímyndun okkar, heldur sköpunarverk ein-
hverrar alheimsvitundar, og iennur hún þannig oft saman við
trúarbrögðin.
I stuttu máli sagt: efnishyggjan leitar skýringa á eðli heims-
ins í honum sjálfum, í orsakasamhengi hans og lögmálum; þar
sem hughyggjan afmr á móti þarf á öðrum heimi að halda,