Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 19
B É T T U R
19
Það er í rauninni óskiljanlegt, að nokkur maður ímyndi sér í
alvöru, að unnt sé að koma til leiðar öruggri og varanlegri lausn
helztu alþjóðavandamála án hlutdeildar hins mikla Kínverska
alþýðulýðveldis. sem nú mun senn minnast síns vegsamlega tíu
ára afmælis.
Leyfið mér að koma með eftirfarandi athugasemdir um þetta
atriði í allri hreinskilni. Það er alkunna, að þegar einstaklingur
fellur frá, þá er hann grafinn, áður en langt um líður. Hversu
kær sem hinn framliðni hefur verið aðstandendum sínum og
hversu þungt sem þeim kann að falla að skiljast við hann, kom-
ast þeir ekki hjá því að horfast í augu við raunveruleikann.
Líkkista eða grafhvelfing er fyrirbúin hinum framliðna, og hann
er borinn út úr húsi lifenda. Þetta hefur verið svo frá alda
öðli og er svo enn í dag. Hvers vegna á þá fulltrúi kínverska
ríkisins innan Sameinuðu þjóðanna að vera hræið af hinu aftur-
haldssama Kína fyrri daga, það er að segja klíka Sjang Kaj-
sjeks? Við teljum, að það sé löngu orðið tímabært að Sameinuðu
þjóðirnar taki upp þann hátt um að meðhöndla lík, sem tíðkast
með öllum þjóðum, það er að segja, beri það héðan út, svo að
raunverulegur fulltrúi kínversku þjóðarinnar megi taka þann
sess, er honum ber innan samtakanna. (Lófatak).
Kína og Taivan eru sem sé ekki eitt og hið sama. Taivan er
aðeins tiltöluiega smátt eyland, sérstakt fylki, það er að segja
aðeins örlítill hluti hins mikla kínverska ríkis. Kína er lýðveldi
kínversku þjóðarinnar, er verið hefur í hraðri famþróun undan-
farin tíu ár. Þetta lýðveldi á sér ríkisstjórn, sem er föst í sessi
°g viðurkennd af allri hinni kínversku þjóð, og löggjafarsam-
kundu kosna af gjörvallri þjóðinni. Kína er mikil ríkis-
heild, sem hefur Peking að höfuðstað. Taivan er ófráskiljanlegur
hluti þessa fullvalda kínverska rikis og hlýtur fyrr eða síðar að
verða sameinuð Kínverska alþýðulýðveldinu og þar með lög-
sagnarumdæmi lýðveldisstjórnarinnar. Og bezt, að þetta gerist
sem fyrst.
Með því að veita Kínverska alþýðulýðveldinu lögleg réttindi
1 þessu efni myndu Sameinuðu þjóðirnar eigi aðeins auka
stórlega virðingu sína og áhrif, heldur myndi þetta og verða
lil þess að bæta til muna andrúmsloftið á alþjóðavettvangi.
Eg vildi mega vona, að Sameinuðu þjóðirnar mættu bera
gæfu til að losna að fullu undan áhrifum „kalda stríðsins“ og
verða í raun og sannleika alþjóðleg stofnun samstarfs til efl-
ingar heimsfriðnum.
Það kann að verða spurt: Stöðvun „kalda stríðsins“, efling
íriðar og friðsamleg sambúð þjóða eru að visu ákaflega háleit