Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 30
30
R É T T U R
samtaka Sameinuðu þjóðanna krefjist þess, að nýjar aðferðir
verði upp teknar til lausnar afvopnunarvandamálinu.
Verkefnið er að ná tökum á þeim hemli, er stöðva megi mann-
kynið á skriðinum, áður en það hendist fram af brún styjraldar-
hyldýpisins. Það, sem nú ríður á, er að girða fyrir sjálfan mögu-
leika þess, að til stríðs geti komið. Á meðan til eru stórir herir
lands, lofts og lagar ásamt kjarnorku- og eldflaugavopnum, á
meðan ungum mönnum í blóma lífsins er umfram allt kennt að
heyja stríð, en herforingjaráð eru svo önnum kafin að gera
áætlanir um fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir, er ekki til nein
trygging fyrir varanlegum friði.
Ráðstjórnin hefur hugleitt þessi mál mjög ítarlega og sann-
færzt um, aff eina leiffin til aff losna úr sjálfheldunni sé sú, sem
stefnir aff ahnennri og algerri afvopnun. Þar með væri fyrir það
girt, að nokkru ríki yrði ívilnað hernaðarlega öðrum fremur.
Almenn og alger afvopnun myndi ryffja úr vegi öllum þeim
tálmunum, er upp hafa komiff. meffan rætt var um afvopnun
affeins aff nokkrum liluta, og hún myndi opna greiffa leiff til
samkomulags um vífftækt og óyggjandi eftirlit.
Hverjar eru tillögur Ráðstjórnarríkjanna?
Megniefni þessara tillagna er þaff, aff á fjögurra ára tímabili
skuli öll ríki framkvma algera afvopnun, þannig aff þau hafi
aff þeim tíma liðnum engin tök á því aff heyja styrjöld.
í þessu felst það, að allur landher, sjóher og lofther yrði að
fullu afnuminn, herforingjaráð og hermálaráðuneyti lögð niður
og hvers kyns herskólum lokað. Það hefði í för með sér, að
tugir milljóna manna hyrfu aftur til friðsamlegra nytsemdar-
starfa.
Herstöðvar í annarra þjóða löndum yrðu lagðar niður.
Allar kjarnorku- og vetnissprengjur yrðu ónýttar og fram-
leiðsla þeirra stöðvuð. Kjarnorka yrði eftir það eingöngu hag-
nýtt í friðsamlegum tilgangi á sviði efnahagslífs og vísinda.
Hernaðareldflaugar hverskonar yrðu gerðar óvirkar, og eld-
flaugar yrðu þaðan af ekki notaðar til annars en flutninga
og geimrannsókna öllu mannkyninu til gagns og hagsbóta.
Ríkin myndu ekki hafa nema stranglega takmarkaðan afla
lögregluliðs, sem ákveðinn yrði hverju þeirra um sig með
samningum. Lið þetta yrði búið smátækum vopnum og ein-
ungis til þess ætlað að halda uppi lögum og reglu innanlands
og tryggja persónuiegt öryggi borgaranna.
Til tryggingar því, aff enginn geti brotiff í bága viff skuld
blndingar sinar í þessu efni, leggjum viff til, aff komiff verffi
upp allslicrjareftirlitsstofnun, er allar þjóffir eigi hlut aff. Sett
J