Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 50
ILJA EHRENBURG:
I minningu Jean Jaurés
Jean Jaurés fæddist 3. september árið 1859 í borginni Castres
í Suður-Frakklandi.
Okkur finnst óratími liðinn frá árinu 1859. Napóleon III.
hafði sigrað Austurríkismenn við Solferino, aðrir franskir herir
voru að leggja undir sig Viet-Nam. Englendingar voru að ljúka
við herferð gegn indverskum uppreisnarmönnum. Hafið var að
grafa Súezskurðinn. Fyrstu olíunni var dælt upp úr lindum
Pennsylvaníu. Auðbarúnar Parísarborgar gömnuðu sér við drottn-
ingar undirheimanna og hneyksluðust á sýknudóminum yfir
Flaubert, sem hafði skrifað ósiðlega skáldsögu um eina vafa-
sama læknisfrú. I Prússlandi var samband frjálslyndra stofnað
með miklum hátíðleik, og Bismark farinn að hugsa sér til hreyf-
ings. Hugo skrifaði „Arfsögn aldanna" í útlegðinni og Herzen,
einnig í útlegð, skrifaði greinar í tímarit sitt „Klukkan": „Ekkert
lát á glæpavrekum óðalsherranna", Hvenær var þetta allt sam-
an? Fyrir aðeins hundrað árum.
Atburðir þeir, sem Jaurés lét sig varða, eru einnig löngu
liðnir: Dreyfusmálið, Búastríðið, Panamaævintýrið, lánin til rúss-
nesku keisarastjórnarinnar og mútur keisarans til franskra blaða,
svik Millerands og Briands... En nafn Jaurés lifir enn. Það
væri alls ekki undarlegt, ef hann hefði verið rithöfundur, lista-
maður eða vísindamaður. En það er ekki einu sinni hægt að
nefna hann mikinn pólitískan hugsuð. Að vísu var hann mikill
mælskusnillingur. Eg heyrði til hans árið 1911, og mér finnst
sem ég enn heyri óminn af rödd hans. En röddin deyr með mann-
inum, og ekkert er jafn fallvalt og ræða á fundi eða í þingsöl-
um, — í gær kom hún hjörtum vorum til að slá, í dag er hún
gleymd. I hundruðum franskra borga er gata, sem ber nafn
Jean Jaurés. Það fólk, sem við þessar götur býr, veit að Jaurés