Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 17
R É T T U B
17
sér neina útrás aðra en styrjöld, eða ríkjunum tekst með sam-
eiginlegu átaki að eyða henni í tæka tíð. Þjóðirnar ætlast til
þess af samtökunum, að þau margfaldi viðleitni sina í þá átt að
vekja anda trausts og gagnkvæms skilnings þjóða á meðal til
eflingar heimsfriðnum.
Það er hægt að leiða til lykta deilumál á alþjóðavettvangi,
svo fremi að hlutaðeigandi ríki einblíni ekki á það, sem greinir
heim vorra tíma í andstæðar fylkingar, heidur líti fremur á það,
er sameinað geti þjóðirnar. Enginn mismunur í félagslegum eða
pólitiskum efnum né ágreiningur um lífsskoðun eða trúmál má
verða Sameinuðu þjóðunum til fyrirstöðu í viðleitninni að ná
samkomulagi um aðalatriðið, sem er það, að allar þjóðir fallist
statt og stöðugt á að virða hugsjón friðsamlegrar sambúðar og
vinsamlegs samstarfs svo sem helga grundvallarreglu. Sé hins
vegar það látið skipta meginmáli, sem ágreiningi veldur og ó-
likt er í félagslegum efnum, hlýtur öll vor viðleitni um varð-
veizlu friðar að falla um sjálfa sig. Á 20. öld er ekki unnt að
efna til krossferða í því skyni að tortjma vantrúarmönnum með
báli og brandi, eins og ofstækismenn á miðöldum tíðkuðu, án
þess að hætta á það, að yfir mannkynið verði leitt mesta slysið
í sögu þess.
Samtök Sameinuðu þjóðanna eru í raun og veru ímynd hug-
sjónarinnar um friðsamlegt samstarf þjóða, er búa við mismun-
andi stjórnmálakerfi og þjóðfélagsskipulag. Hugleiðum, hversu
niörg ríki með mismunandi þjóðfélagsskipulag, hversu margar
tegundir þjóðkyns og þjóðernis og hversu ýmislegar heim-
spekistefnur og menningargerðir eiga sér fulltrúa í þessum
fundarsal!
En með því nú að ríkin hafa mismunandi afstöðu til ágrein-
ingsefnanna, og þar sem andstæðar skoðanir eru uppi um það,
hverjar séu orsakir núverandi streitu í alþjóðamálum, verðum
vér að vera við því búnir, að jöfnun deilumála krefjist þraut-
góðrar viðleitni, þolinmæði og stjórnmálahygginda af hálfu
ríkisstjórnanna. Það er nú orðið tímabært, að viðleitni Sameinuðu
þjóðanna um eflingu friðar hljóti stuðning af hálfu stjórnarleið-
toga allra ríkja, svo og alls almennings, sem þráir frið og alþjóða-
öryggi. Allt styður nú þá skoðun, að mál sé til komið að hefja
tímabil alþjóðasamkomulagsumleitana, ráðstefna og funda stjórn-
málamanna í því skyni að leysa eitt af öðru þau alþjóðavanda-
mál, sem mest eru aðkallandi.
Ef unnt á að vera að fá því framgengt, að grundvallarregla
friðsamlegrar sambúðar hljóti almenna viðurkenningu í við-
skiptum þjóa, er að vorum dómi nauðsynlegt, að bundinn verði