Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 39
R É T T U R
39
ógnaröflugu og langdrægu skeytum, heldur gæti þetta gerzt
að geðþótta einhverra þeirra einstaklinga, er sitja við stjórn-
borð þessara vopna. En ríki, sem kjarnorkusprengju er varp-
að á, hvort sem það er gert viljandi í illum tilgangi eða fyrir
tæknigalla eða önnur mistök, mun tæplega gefa sér tóm til
að rannsaka, hvernig atburðurinn hafi orsakazt, heldur neyð-
ast til að svara honum sem hernaðarárás og stríðsyfirlýsingu.
Getum vér unað því, að blind tilviljun verði látin skera úr
llrn það, hvort stríð verði í heiminum eða. friður? Er ekki
allt þetta enn frekari staðfesting þess, að ekki sé unnt að halda
lengra á vigbúnaðarbrautinni? Ráðstjórnarríkin vilja alls ekki
fallast á þá skoðun, að vígbúnaðarkeppni sé aðeins ill nauð-
syn, er ávallt hljóti að móta samskipti ríkja. Að þvi er milliríkja-
mal varðar, er það sannfæring ráðstjórnarinnar og hefur alltaf
Verið, að unnt sé að sveigja mannkynsþróunina frá þeirri stefnu,
sem leitt hefur til tveggja heimsstyrjalda, að unnt sé að tryggja,
að saga- þess verði ekki hér eftir sem hingað til saga sífelldra
órápsstyrjalda.
Mannshöndin hefur smíðað vopnin. Hún getur líka ónýtt þau.
Afvopnunarmáiið hefur nú verið til umræðu innan Sameinuðu
þjóðanna í hér um bil 14 ár. Áður hafði það verið rætt árum
saman innan Þjóðabandalagsins og Afvopnunarnefndar þess.
Er allt til þessa dags hefur ekkert áunnizt um alþjóðasamkomu-
*aS í þessu efni.
Margt mætti segja um orsakir þessarar hörmulegu staðreynd-
ar- En það, sem nú skiptir mestu máli, er ekki að rifja upp það,
sem liðið er, og magna deilumál, heldur að ryðja úr vegi þeim
tálrnunum, sem hingað til hafa orðið því til fyrirstöðu, að
samkomulag næðist um afvopnun.
Ef vér athugum gang afvopnunarviðræðnanna þessi ár, kemur
1 fjós, að það sem einna helzt hefur tálmað slíku samkomulagi,
er Rftirlitsvandamálið.
Ráðstjórnin hefur alla tíð verið fylgjandi ströngu alþjóða-
eftirliti með þvi, að afvopnunarákvæðum yrði hlýtt, er slikur
samningur hefði verið gerður. Öllum tillögum Ráðstjórnarríkj-
ar>na um bann við kjarnorkuvopnum og tilraunum með þau,
^v° og tillögum þeirra um að draga úr öðrum vopnabúnaði og
herstyrk hafa ávallt fylgt tillögur um fullnægjandi alþjóða-
6ftir,lit. Hins vegar hefur ráðstjórnin alltaf verið því andvíg,
a® farið verði að framkvæma eftirlitsaðgerðir án nokkurrar
skuldbindingar um raunverulega afvopnun, og sér í lagi því,
að slíkt eftirlitskerfi yrði eklti annað en nokkurs konar eftir-
Srennslunarþjónusta um vígbúnað ríkja, en afvopnun engin.